Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

10. október 2025

Sambandsþing UMFÍ sett í dag

Sambandsþing UMFÍ hefst í dag í Stykkishólmi og stendur þar yfir um helgina. Þingið er á margan hátt sögulegt. Eftir að Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) varð sambandsaðili UMFÍ í vor eru fulltrúar frá öllum íþróttahéruðum landsins á þinginu í fyrsta sinn.

08. október 2025

Seinni umsóknarfrestur í Fræðslu- og verkefnasjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir verkefni sem tengjast félags- og íþróttastarfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Á fyrri hluta ársins styrkti sjóðurinn 73 verkefni um 12,6 milljónir króna.

06. október 2025

Kynning á frambjóðendum til stjórnar

Formaður UMFÍ verður sjálfkjörinn á 54. Sambandsþingi UMFÍ um næstu helgi. En hvaða fólk er í framboði? Hér geturðu séð kynningu á öllum frambjóðendum.

03. október 2025

Vel heppnuð málstofa á Austurlandi

Fulltrúar íþróttahreyfingar og sveitarfélaga funduðu um íþróttamál á Egilsstöðum í vikunni. Vinnan getur orðið rammi fyrir sambærilega vinnu á fjörðunum. Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar og aðilar frá sveitarfélaginu Múlaþingi hittust og ræddu um áskoranir og tækifæri.

02. október 2025

Mörg í framboði til stjórnar UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, er einn í framboði til formanns. Ellefu eru í framboði til stjórnar og tveir til varastjórnar. Ljóst er að nokkur endurnýjun verður á stjórn UMFÍ þegar gengið verður til kosninga því fimm í aðal- og varastjórn gáfu ekki kost á sér áfram.

30. september 2025

Kvittuðu upp á Landsmót UMFÍ 50+ 2025

Þorgerður Guðmundsdóttir, formaður UMSE, Hermann Ingi Gunnarsson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, undirrituðu samning um Landsmót UMFÍ 50+ í síðustu viku.

25. september 2025

Veðmál barna - hættulegur leikur sem hægt er að stöðva

Börn veðja á ólöglegum veðmálasíðum á Netinu fyrir hundruð milljóna króna á ári. Íslandsbanki lokaði á viðskipti barna á slíkum síðum. Formaður UMFÍ kallar eftir því að stjórnvöld framfylgi lögum og loki á ólöglega starfsemi hér á landi.

13. september 2025

Fer út í búð og spjallar við ókunnuga

Lykillinn að hamingjunni leynist í félagslegum töfrum, samskiptum fólks augliti til auglitis í stað samskipta í gegnum skjá, að sögn dr. Viðars Halldórssonar. Hann hélt erindi og stýrði vinnustofu á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa.

12. september 2025

Framboð til stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson gefur áfram kost á sér til formanns. Fimm aðrir gefa kost á sér áfram í stjórn og varastjórn en fimm ætla ekki að gera það. Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing.