Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

02. október 2024

Tveir nýir í hreyfingunni

Tveir nýir framkvæmdastjórar hófu störf hjá íþróttafélögum í gær. Guðmundur G. Sigurbergsson hefur tekið við hjá ungmennafélaginu Fjölnir í Grafarvogi og Bjarki Eiríksson er nýr  framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Heklu á Suðurlandi.

02. október 2024

Fullt hús með ráðningu Sigríðar Ingu

„Mér lýst rosalega vel á þetta verkefni. Það verður gaman að kynnast því góða fólki sem rekur íþróttahreyfinguna um allt land,“ segir Sigríður Inga Viggósdóttir, sem hefur verið ráðin sem svæðisfulltrúi á svæðisstöð íþróttahreyfingarinnar á Norðurlandi vestra.

01. október 2024

Allir með-leikarnir 2024

Allir með-leikarnir fara fram laugardaginn 9. nóvember næstkomandi. Markmið leikanna er að fjölga tækifærum og kynna íþróttir betur fyrir börn með fötlun. Markmiðið er að gera verkefnið Allir með sýnilegra í samfélaginu. 

01. október 2024

Vellíðan í lífi barna og ungmenna

Forvarnardagurinn 2024 fer fram í 19. sinn á morgun. Yfirskrift Forvarnardagsins nú er: Hugum að verndandi þáttum og vellíðan í lífi barna og ungmenna með kærleik. 

26. september 2024

Orka ungs fólks var áþreifanleg

„Ég svíf um á bláu UMFÍ-skýi eftir helgina. Stemningin var ótrúlega góð alla ráðstefnuna,“ segir Halla Margrét Jónsdóttir, formaður Ungmennaráðs UMFÍ, eftir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa. 

20. september 2024

Pakkfullt á ráðstefnu

Pakkfullt er á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðheilsu sem fram fer um helgina á Reykjum. Helgin verður sneisafull af fyrirlestrum á laugardag og kaffihúsaspjalli með þingmönnum, áhrifavöldum og mörgum fleirum á sunnudag. Þetta er til viðbótar við fræðslu og mikil tengsl sem alltaf verða til á meðal ungs fólks á ráðstefnum UMFÍ.

18. september 2024

Tilnefndu til Hvatningarverðlauna

UMFÍ óskar eftir tilnefningum frá sambandsaðilum til Hvatningarverðlauna UMFÍ, sem afhent verða á 45. Sambandsráðsfundi UMFÍ, sem fram fer á Hótel Varmalandi 12. október næstkomandi. 

13. september 2024

Kveikjum á friðarkerti

UMFÍ hvetur stjórnendur, starfsfólk og iðkendur hjá íþrótta- og ungmennafélögum til að kveikja á friðarkerti í dag og minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af völdum hnífaárásar á Menningarnótt. Útför hennar er í dag.

12. september 2024

Erla bætist í hópinn

Erla Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin í starfshóp svæðisstöðva íþróttahéraðanna á Austurlandi. Hún er spennt yfir því að vera hluti af flottu teymi.