Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

18. október 2024

Samráð nauðsynlegt við endurskoðun íþróttalaga

Talsvert var fjallað um endurskoðun íþróttalaga og stuðning við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf á sambandsráðsfundi UMFÍ í síðustu viku. Á fundinum skrifuðu fulltrúar sambandsaðila undir bréf til mennta- og barnamálaráðherra sem var sent honum í dag.

17. október 2024

Hinsegin börn og ungmenni í íþróttum

Samtökin ´78 bjóða öllum áhugasömum á kynningu á nýju fræðsluefni um hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Efnið er hugsað fyrir almenning, starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.

16. október 2024

Ásmundi þakkaður stuðningur við svæðisstöðvar

Ásmundi Einar Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, voru færðar þakkir á sambandsráðsfundi UMFÍ fyrir skjót viðbrögð og stuðning við svæðisstöðvar íþróttahéraðanna. Hann hitti starfsfólk svæðisstöðvanna í Borgarfirði á dögunum.

15. október 2024

Áfengi og veðmál rædd hjá UMFÍ

Miklar umræður sköpuðust um málefni veðmála og sölu áfengis á íþróttaviðburðum á sambandsráðsfundi UMFÍ, sem fram fór í Borgarfirði á laugardag. Samþykkt var að stofna starfshóp um sölu áfengis.

15. október 2024

Svæðisstöðvar eru stærsta verkefnið

Stærsta verkefni íþróttahreyfingarinnar framundan felst í því að halda áfram að virkja svæðisstöðvar íþróttahéraðanna og nýta tækifærin sem þær bjóða upp á, segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. 

12. október 2024

Grindvíkingar, karlahreysti og skíðafélag verðlaunað

Ungmennafélag Grindavíkur, útivist fyrir karla á Ísafirði og skíðafélag Strandamanna hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ 2024. Verðlaunin voru afhent á sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram í Borgarfirði í dag.

11. október 2024

45. sambandsráðsfundur UMFÍ 2024

Sambandsráðsfundur UMFÍ fer fram í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi í Borgarfirði á morgun, laugardaginn 12. október. Þetta er 45. sambandsráðsfundur UMFÍ og er fundurinn æðsta vald í málefnum UMFÍ á milli sambandsþinga.

02. október 2024

Forvarnardagurinn í dag

Ernir Daði Arnbergz Sigurðsson og Karen Hulda Finnsdóttir voru fulltrúar ungu kynslóðarinnar á Forvarnardeginum sem settur var í Ingunnarskóla í Grafarholti í dag. Þau héldu ávarp á fundinum þar sem þau lýstu kostum skipulags íþrótta- og æskulýðsstarfs.

02. október 2024

Tveir nýir í hreyfingunni

Tveir nýir framkvæmdastjórar hófu störf hjá íþróttafélögum í gær. Guðmundur G. Sigurbergsson hefur tekið við hjá ungmennafélaginu Fjölnir í Grafarvogi og Bjarki Eiríksson er nýr  framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Heklu á Suðurlandi.