Tímamót í íþróttahreyfingunni
Þau tímamót urðu nýlega í íþróttahreyfingunni þegar þeir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning um leigu á húsnæði fyrir þjónustumiðstöð UMFÍ. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Stefnt er að því að UMFÍ flytji í Íþróttamiðstöðina í haust.