Fjöldi viðurkenninga á ársþingi UMSK
„Það á vel við að kalla hann gjaldkera Íslands,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, þegar hann afhenti Guðmundi G. Sigurbergssyni Gullmerki UMSK í gær. UMFÍ veitti þeim Geirarði Long, Bjarna Torfa Álfþórssyni, Höllu Garðarsdóttur og Sesselju Hannele Jarvela starfsmerki á sama tíma.