Bjarney er nýr framkvæmdastjóri UMSB
„Ég fæ það á tilfinninguna að allt sem ég hef lært í gegnum tíðina smelli saman í þessu starfi,“ segir ÍR-ingurinn og Valsarinn Bjarney Bjarnadóttir, sem hefur verið ráðin í starf framkvæmdarstjóra Ungmennasambands Borgarbyggðar (UMSB). Hún tekur við starfinu af Sigurði Guðmundssyni.