Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
15. janúar 2026
Hvað finnst þér um Skinfaxa?
UMFÍ stendur þessa dagana fyrir stuttri könnun um lestur tímaritsins Skinfaxa og hvetur lesendur til þátttöku. Markmiðið er að bæta efni blaðsins og þróa það áfram í takt við óskir lesenda. Þátttakendur geta veitt endurgjöf, gefið einkunnir og komið með hugmyndir. Allir hvattir til að taka þátt.
14. janúar 2026
Framlög og styrkir fyrir tæpa 1,3 milljarða
Frá því lög um skattafrádrátt vegna framlaga til almannaheillafélaga tóku gildi í lok árs 2021 hefur fjárstreymi til íþróttafélaga í formi styrkja vaxið hratt. Fyrsta heila árið námu þeir 241 milljón króna. Í fyrra var upphæðin komin í 547 milljónir. Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Skinfaxa.
13. janúar 2026
Auglýsa stöðu framkvæmdastjóra í fyrsta sinn
„Við þurfum alltaf að halda áfram og sækja fram. Þetta er byrjunin,“ segir Rúnar V. Arnarson, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB). Bandalagið auglýsir nú í fyrsta sinn stöðu framkvæmdastjóra. Um er að ræða 50% starf.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ