Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
07. janúar 2026
Fjallað um gjafir og framlög í nýjasta tölublaði Skinfaxa
Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Blaðið er stútfullt af gagnlegu efni fyrir alla lesendur. Í blaðinu er meðal annars fjallað um gjafir og styrki til íþrótta- og ungmennafélaga, umfjöllun um prikhesta, pælingu til að rjúfa félagslega einangrun og margt fleira.
07. janúar 2026
Þéttari samvinna í íþróttastarfi á Vestfjörðum
„Við erum orðin mun sterkari heild og vinnum nú markvisst saman sem heild,“ segir Birna Hannesdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum. Íþróttahéruð á Vestfjörðum hafa eflt samvinnu sína með reglulegum fundum og nýjum verkefnum í samstarfi við svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna þar.
07. janúar 2026
50 milljónum króna úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ
Rétt tæpum 50 milljónum króna var úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fyrir jól. Þar af voru umsóknir um 122 verkefni styrkt um tæpar 16 milljónir króna.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ