Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
04. nóvember 2025
Ungmennaráðið hitti jólasveininn
Ungmennaráð UMFÍ er nú statt á ungmennaráðstefnunni NordUng, sem fram fer í Lapplandi í vikunni. Þema ráðstefnunnar eru raddir ungs fólks, þátttaka þess í samfélaginu og málefni minnihlutahópa.
04. nóvember 2025
Aldrei fleiri frá UMFÍ á ráðstefnu ISCA
Íslendingar áttu glæsilegan hóp fulltrúa íþróttahreyfingarinnar á ráðstefnunni Move Congress sem alþjóðlegu grasrótarsamtökin ISCA héldu í samstarfi við DGI í ráðstefnumiðstöðinni við Tívolíið í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Þátttakendur voru rúmlega 850 frá meira en 60 löndum.
27. október 2025
Vertu með!
UMFÍ auglýsir eftir fulltrúum í nefndir til næstu tveggja ára fyrir árin 2025 – 2027. Fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ og þeirra 480 félaga um allt land sem aðild eiga að UMFÍ geta sent tilnefningar.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ