Fara á efnissvæði

Lottó til sambandsaðila

Reglugerð

Lottóreglur og lottóúthlutanir

I. Skipting lottótekna UMFÍ
  • 79% til sambandsaðila.
  • 14% til UMFÍ.
  • 5% til fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ, úthlutun samkvæmt reglugerð sjóðsins.
II. Skipting lottótekna til sambandsaðila UMFÍ

Hluti sambandsaðila (79%) verði skipt þannig: 

  • 15% til reksturs svæðisskrifstofa íþróttahéraða.
  • 85% til íþróttahéraða eftir íbúafjölda 18 ára og yngri 31. desember næstliðins árs.
III. Regla vegna skiptingar til reksturs svæðisskrifstofa íþróttahéraða

Úthlutun á hluta til reksturs svæðisskrifstofa er ekki háð skilyrðum.

IV. Regla vegna skiptingar til sambandsaðila

Skilyrði fyrir úthlutun hvers árs til sambandsaðila er að fulltrúi þeirra hafi mætt á síðastliðið sambandsþing/sambandsráðsfund. Hlutur þeirra sem mæta ekki skerðist og er hlutfall ákvarðað af stjórn UMFÍ og kynnt með fundarboði. Stjórn UMFÍ er einnig heimilt að víkja frá skerðingum vegna mætingar komi upp óvænt og ófyrirséð atvik (t.d. veður eða óhöpp).

V. Um úthlutun

Fyrir 15. hvers mánaðar skal úthluta öllum ágóða sem borist hefur fyrir næsta mánuð á undan. Með hverri greiðslu skal fylgja skilagrein sem sýni forsendur fyrir úthlutun.

Fyrirvari

Sé fjármögnun til svæðisstöðva íþróttahéraða frá ríkisvaldi ekki framlengd skal taka afstöðu til framhalds málsins á sambandsráðsfundi 2026.

Notast skal við útgefnar tölur frá Hagstofu Íslands í janúar ár hvert og greitt út eftir þeim út árið. 

Samþykkt á 54. Sambandsþingi UMFÍ 2025 í Stykkishólmi.