Svæðisstöðvar íþróttahéraða
UMFÍ og ÍSÍ hafa komið á fót átta svæðisstöðvum með stuðningi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Samtökin hafa undirritað samning um eflingu íþróttastarfs á landsvísu með því að koma á fót svæðisstöðvum og Hvatasjóði. Svæðisstöðvunum er ætlað að styðja við íþróttahéruð landsins við innleiðingu á stefnu íþróttahreyfingarinnar og ríkisins í íþróttamálum auk þess að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi með sérstaka áherslu á þátttöku fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Tillögur um stofnun svæðisstöðvanna voru samþykktar á þingi ÍSÍ vorið 2023 og á þingi UMFÍ haustið 2023.
Markmið svæðisstöðva
Hlutverk svæðisstöðva er að þjónusta íþróttahéruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Horft er til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni. Styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu og stuðla þannig að farsæld barna og annarra sem nýta þjónustu hreyfingarinnar.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn er að fyrirkomulagið skili sér í betri nýtingu á mannauði. Stuðningur við einstaka íþróttafélög verði meiri og þar af leiðandi verði þjónusta við iðkendur betri. Jafnframt er það framtíðarsýn að sem flestir hafi tækifæri til að stunda íþróttir á því sviði sem þeir kjósa, hvort heldur til ánægju, heilsubótar eða með afreksárangri að markmiði.
Hagnýtar upplýsingar
Svæðisfulltrúar
Hér er að sjá upplýsingar um starfsfólk. Nöfn, netföng og símanúmer.
Skipting svæðisstöðva
Tafla yfir skiptingu svæðisstöðva eftir íþróttahéruðum, sveitarfélögum og fjölda íbúa.
Aðdragandi og skipulag
Upplýsingar um aðdraganda og skipulag svæðisstöðvanna.
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar
Hér eru upplýsingar um Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar.
Fréttir af svæðisstöðvum
27. janúar 2026
Ísveisla á Laugarvatni
Um 130 manns tók þátt í sannkallaðri ísveislu á Laugarvatni á laugardag. Viðburðurinn var samstarfsverkefni heilsueflandi Bláskógabyggðar, Heilsueflandi samfélags í Grímsnes- og Grafningshrepp og svæðisskrifstofu íþróttahéraða á Suðurlandi og er hluti af íþróttaviku Evrópu.
07. janúar 2026
Þéttari samvinna í íþróttastarfi á Vestfjörðum
„Við erum orðin mun sterkari heild og vinnum nú markvisst saman sem heild,“ segir Birna Hannesdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum. Íþróttahéruð á Vestfjörðum hafa eflt samvinnu sína með reglulegum fundum og nýjum verkefnum í samstarfi við svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna þar.
15. desember 2025
Rósa er sjálfboðaliða ársins á Norðurlandi eystra
Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Fjallabyggðar, er sjálfboðaliði ársins 2025 á Norðurlandi eystra. Hún er ein fjölmargra sem var tilnefnd til þess í tilefni af Alþóðlegum degi sjálfboðaliðans 5. desember síðastliðinn.