Fara á efnissvæði

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar

Hvatasjóður

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi Mennta- og barnamálaráðuneytis. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að útbreiðslu íþrótta og aukinni þátttöku barna í íþróttum með áherslu á þátttöku barna með fötlun, af tekjulægri heimilum og með fjölbreyttan tungumála og menningarbakgrunn.

Opið er fyrir umsóknir

Opið er fyrir þriðja umsóknarfrest í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Opið er fyrir umsóknir til og með 15. október 2025.

Sækja um styrk

Áhersluatriði

Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna. Sérstök áhersla er á verkefni sem tengjast börnum með fatlanir, börnum frá tekjulægri heimilum og börnum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn.

Í Hvatasjóðinn geta sótt íþróttahéruð ÍSÍ og UMFÍ, íþróttafélög og deildir innan ÍSÍ og UMFÍ, sérsambönd í samstarfi við Íþróttahéruð, félög eða deildir félaga.

Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem:

Auka útbreiðslu og  þátttöku barna í íþróttum:

  • Efla þátttöku barna með fötlun.
  • Efla þátttöku barna frá tekjulægri heimilum.
  • Efla þátttöku barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Umsóknaferli

Umsóknir eru sendar inn í gegnum vefsíður ÍSÍ og UMFÍ.

  1. Farðu á vefsíðu ÍSÍ eða vefsíðu UMFÍ.
  2. Fylltu út rafrænt umsóknareyðublað.
  3. Sendu umsókn áður en auglýstur umsóknarfrestur rennur út.

Í umsókn skal meðal annars tilgreina:

  • Lýsingu á verkefninu og markmiðum þess
  • Rökstuðning fyrir áhrifum verkefnisins á viðkomandi svæði
  • Tíma- og verkáætlun
  • Fjárhagsáætlun verkefnisins

Úthlutað er úr sjóðum að hámarki fjórum sinnum á ári. Síðasti frestur var til 20. maí 2025. Næsti umsóknarfrestur er til og með 15. október 2025.

Reglugerð Hvatasjóðsins

Stjórn Hvatasjóðsins

Sjóðsstjórn er skipuð fimm einstaklingum. Eftirfarandi einstaklingar skipta núverandi stjórn: 

  • Óskar Þór Ármannsson, fyrir hönd Mennta- og barnamálaráðuneytis. 
  • Gunnar Bragason og Þórey Edda Elísdóttir, fyrir hönd ÍSÍ.
  • Guðmundur G. Sigurbergsson og Ragnheiður Högnadóttir, fyrir hönd UMFÍ.

 

Sækja um í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar

Opið er fyrir þriðja umsóknarfrest í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Opið er fyrir umsóknir til og með 15. október 2025.

Sækja um styrk

Úthlutanir úr sjóðnum

  • Alls bárust 91 umsóknir. Styrktar voru 72 umsóknir. Heildarúthlutun er 38.490.000 kr.

    Skipt eftir verkefnum:

    • Tengd börnum af erlendum uppruna: 10 samþykktar: 5.590.000 kr.
    • Tengd börnum með fötlun: 26 samþykktar: 15.000.000 kr.
    • Tengd börnum af tekjulægri heimilum: 5 samþykktar: 1.800.000 kr.
    • Þvert á áhersluflokka verkefna: 31 samþykktar: 16.100.000 k

    Skipt eftir landshlutum:

    • Höfuðborgarsvæðið: 32 samþykktar: 17.990.000 kr.
    • Suðurnes: 3 samþykktar: 1.750.000 kr.
    • Vesturland: 9 samþykktar: 4.550.000 kr
    • Vestfirðir: 1 samþykkt: 300.000 kr.
    • Norðurland vestra: 4 samþykktar: 850.000 kr.
    • Norðurland eysta: 4 samþykktar: 2.000.000 kr.
    • Auðurland: 8 samþykktar: 5.500.000 kr.
    • Suðurland: 11 samþykktar: 5.550.000 kr.

    Sjá upplýsingar um öll verkefni sem hlutu styrk: Júní 2025.

  • Alls bárust 49 umsóknir. Styrktar voru 30 umsóknir. Heildarúthlutun er 20,300.000 kr.

    Skipt eftir verkefnum:

    • Tengd börnum af erlendum uppruna: 8 samþykktar: 6.100.000 kr. 
    • Tengd börnum með fötlun: 11 samþykktar: 7.800.000 kr.
    • Tengd börnum af tekjulægri heimilum: 6 samþykktar: 3.700.000 kr.
    • Þvert á áhersluflokka verkefna: 5 samþykktar: 2.700.000 kr. 

    Skipt eftir landshlutum:

    • Höfuðborgarsvæðið: 7 samþykktar: 4.050.000 kr.
    • Suðurnes: 3 samþykktar: 3.500.000 kr.
    • Vesturland: 7 samþykktar: 4.250.000 kr.
    • Vestfirðir: 2 samþykktar: 1.150.000 kr.
    • Norðurland vestra: 1 samþykkt: 400.000 kr.
    • Norðurland eysta: 6 samþykktar: 3.200.000 kr.
    • Auðurland: 2 samþykktar: 1.500.000 kr.
    • Suðurland: 2 samþykktar: 2.250.000 kr.

    Sjá upplýsingar um öll verkefni sem hlutu styrk: Janúar 2025.