Fara á efnissvæði

UMFÍ

Sakavottorð

Sakavottorð

Samkvæmt Íþróttalögum og Æskulýðslögum er óheimilt að ráða til starfa einstaklinga og/eða sjálfboðaliða sem hlotið hafa dóma gagnvart lögum um ávana- og fíkniefni (nr.65/1974) á síðastliðnum fimm árum eða gagnvart XXII. kafla (kynferðisbrot) almennra hegningarlaga (nr.19/1940).

Til að geta unnið samkvæmt þessum lagagreinum, hafa íþrótta- og æskulýðsfélög heimild til að óska eftir upplýsingum um þá aðila sem sækjast eftir því að verða starfsfólk eða sjálfboðaliðar, úr Sakaskrá ríkisins.

Mörg íþrótta- og æskulýðsfélög hafa óskað eftir því að fá upplýsingar um aðra dóma úr sakaskrá starfsfólks og sjálfboðaliða. Sakaskrá ríkisins hefur samþykkt að veita upplýsingar, með samþykki einstaklinga, hvort einstaklingur hafi hlotið dóm gegn XXIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (manndráp, líkamsmeiðingar og brot gegn frjálsræði manna) og barnaverndarlögum nr. 80/2002, á síðastliðnum fimm árum.

Eyðublöð og leiðbeiningar er að finna inn á heimasíðu samskiptaráðgjafa. Þar er að finna leiðbeiningar um hvernig óskað er eftir upplýsingum úr sakaskrá, öll eyðublöð til útfyllinga ásamt dæmi um það hvernig slík umsókn lítur út.

Athygli er vakin á því að í dag geta félög óskað eftir upplýsingum á eigin vegum. Ekki þarf að hafa milligöngu í gegnum UMFÍ og/eða ÍSÍ. 

Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög þeirra eru hvött til þess að óska eftir samþykki starfsmanna um heimild til að leita eftir upplýsingum hjá Sakaskrá ríkisins.