Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+

Ungt fólk og lýðræði 2022

Ráðstefnan 2022 fór fram dagana 9. - 11. september í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar var Ungt fólk og lýðræði - láttu drauminn rætast! 

Smelltu hér til þess að skoða myndir frá ráðstefnunni 2022. 

 

 

Hvað er ungt fólk og lýðræði?

Eins og nafnið ber með sér er ráðstefnan fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára. Engin skylda er að vera í ungmennaráði eða félagi. Allt ungt fólk á tilsettum aldri er velkomið!

Markmið viðburðarins er gleði og þátttaka. Þátttakendur hljóta ýmis verkfæri og þjálfun til þess að hafa aukin áhrif á sitt eigið líf sem og sitt nær samfélag.  

Dagskráin er með fjölbreyttu sniði. Hellings hópefli og samvera. Kynningar með mögnuðum fróðleik. Uppörvandi og hvetjandi málstofur, samtal við ráðamenn, varðeldur og önnur skemmtilegheit

Takmarkaður fjöldi

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 þátttakendur að. Þátttökugjald er 15.000kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.   

Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus og á það líka við um rafsígarettur og nikótínpúða. 

Skráning

Ekki þarf að vera í ungmennaráði eða ákveðnu félagi til þess að koma. Ráðstefnan er fyrir öll ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára.

Ráðstefnan 2023

Undirbúningur fyrir ráðstefnuna 2023 er hafinn og koma upplýsingar inn í mars 2023. 

 

Myndbönd frá fyrri ráðstefnum

Í meðfylgjandi myndböndum er að finna skilaboð og hvatningarorð frá þátttakendum ráðstefnunnar 2020.

 

 

 

Smelltu hér til þess að skoða myndir frá ráðstefnunni 2020.

Smelltu hér til þess að hlusta á samtal við ráðamenn 2020. 

 

Fyrri ráðstefnur

Ályktanir frá fyrri ráðstefnum

2020 Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif? Harpan, Reykjavík.

Sjá hér myndbönd frá ráðstefnunni.

...

2019 Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan að sjálfum mér? - Borgarnes.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni. 

...

2018 Okkar skoðun skiptir máli - 

Grímsnes- og Grafningshreppur.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni. 

...

2017 Ekki bara framtíðin - Ungt fólk leiðtogar nútímans.

Miðfjörður.  

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni. 

...

2016 Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi. 

Selfoss.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni.

...

 
2015 Margur verður af aurum Api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði.

Stykkishólmur.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni​.

...

 
2014 Stjórnsýslan og við - áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna.

Ísafjörður. 

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni​.

...

 
2013 Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga.

Egilsstaðir.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni​.

...

 
2012 Fjölmiðlar og mannréttindi. 

Hvolsvöllur.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni.​

...

 
2011 Ungt fólk og fjölmiðlar. 

Hveragerði. 

...

 
2010 Lýðræði og mannréttindi. 

Dalabyggð. 

...

 
2009 Ungt fólk og lýðræði.

Akureyri.