Reglugerð um hvatningarverðlaun UMFÍ
- Hvatningarverðlaun UMFÍ eru viðurkenning sem veitt er á Sambandsþingi UMFÍ og á Sambandsráðsfundi UMFÍ það ár sem Sambandsþing er ekki haldið.
- Hvatningarverðlaun UMFÍ eru veitt fyrir eftirtektarverð og framsækin verkefni sem skara fram úr eða fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.
- Heimilt er að veita allt að þrjár viðurkenningar hverju sinni.
- Hvatningarverðlaun UMFÍ getur hlotið sambandsaðili, aðildarfélag sambandsaðila, deild innan aðildarfélags eða einstaklingur innan aðildarfélags.
- Hvatningarverðlaunin eru viðurkenningarskjal og fjárupphæð sem stjórn ákveður hverju sinni. Ef verðlaunahafi er einstaklingur fær félag viðkomandi einnig viðurkenningarskjal.
- Skrifstofa UMFÍ skal auglýsa eftir tillögum að hvatningarverðlaunum meðal sambandsaðila eigi síðar en sex vikum fyrir Sambandsþing eða Sambandsráðsfund. Hver sambandsaðili getur skilað inn allt að fimm tillögum. Tillögur skulu hafa borist skrifstofu UMFÍ eigi síðar en þremur vikum fyrir Sambandsþing eða Sambandsráðsfund.
- Stjórn UMFÍ ákveður hverjir hljóta hvatningarverðlaun hverju sinni og ræður einfaldur meirihluti. Stjórn UMFÍ getur einnig að eigin frumkvæði veitt hvatningarverðlaun án tilnefningar.
- Listi yfir handhafa hvatningarverðlauna UMFÍ ásamt stuttri lýsingu verkefnis skal ætíð vera aðgengilegur á heimasíðu UMFÍ.
Samþykkt á fundi stjórnar UMFÍ 21. september 2021.
Eftirtalin félög hafa hlotið hvatningarverðlaun
21. október 2023, 53. Sambandsþing UMFÍ haldið á Geysi, Haukadal.
UMSS - veitt verðlaun fyrir starf sjálfboðaliða og skipulagningu í kringum starf þeirra á vegum Tindastóls í tengslum við körfuknattleiksdeild félagsins vorið 2023.
ÍBR - veitt verðlaun fyrir gott og fjölbreytt starf fyrir iðkendur Þróttar á öllum aldri þar sem sérstök áhersla er á inngildingu og leiðir til að ná til fjölbreytts hóps iðkenda.
ÍBH - verðlaun eru veitt Haukum fyrir að setja á fót og fylgja eftir körfuknattleiksdeildar Hauka - Special Olympics.
15. október 2021, 52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Fosshótel Húsavík.
UMFF – veitt verðlaun fyrir verkefnið Áfram lestur!
Keflavík og UMFN - veitt verðlaun fyrir samstarfsverkefni fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir.
11. október 2019, 51. sambandsþing UMFÍ haldið á Laugarbakka í Miðfirði.
UMSK – veitt verðlaun fyrir reiðskóla Hestamannfélagsins Harðar fyrir fatlaða og fólk með þroskahömlun.
USAH – veitt verðlaun fyrir frumkvöðlastarf og verkefni fyrir eldri borgara.
HSH – veitt verðlaun fyrir að stuðla að auknu samstarfi á meðal aðildarfélaga og fyrir að ná vel til barna af erlendum uppruna.
20. október 2018, 42. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn á Ísafirði.
UMSK – veitt verðlaun fyrir nýsköpun og nýjungar í starfi m.a. fyrir innleiðingu og kynningu á nýrri íþróttagrein á Íslandi; biathlon, útbreiðslu pannavalla meðal aðildarfélaga, skólamót í blaki og samvinnuverkefni innan UMSK varðandi hreyfingu eldri borgara. Þá hefur sambandi stuðlað að auknu samstarfi innan sambandsins m.a. með kynningar- og fræðsluferð til Englands.
15. október 2017, 50. sambandsþing UMFÍ haldið í Hallormsstað.
HSV – veitt verðlaun fyrir körfuboltabúðir Vestra. Búðirnar eru einstakar á landsvísu þar sem hvergi eru í boði búðir sem bjóða jafn mikla þjálfun ásamt bæði mötuneyti og gistingu fyrir þátttakendur. Slíkar búðir eru hinsvegar starfræktar víða erlendis og þykja Vestrabúðirnar standast samanburð við þær bestu.
15. október 2016, 40. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn að Laugum í Sælingsdal.
Frjálsíþróttaráð HSK - starfsemi ráðsins hefur verið öflug undanfarin ár og þar ber fyrst að nefna að ráðið heldur árlega átta héraðsmót innan- og utanhúss og hefur þátttaka verið góð.
17. október 2015, 49. sambandsþing UMFÍ haldið í Vík í Mýrdal.
HSH, HSS, HHF, USK, UMFK, UMSB og UDN – veitt verðlaun fyrir öflugt og metnaðarfullt íþrótta- og ungmennafélagsstarf í tengslum við samstarfsverkefnið SamVest.
13. október 2013, 48. sambandsþing UMFÍ haldið í Stykkishólmi
HSÞ – veitt verðlaun fyrir kröftugt og metnaðarfullt starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála á sambandssvæðinu í kjölfarið á sameiningu HSÞ og UNÞ.
16. október 2011, 47. sambandsþing UMFÍ haldið á Akureyri
HSV - veitt verðlaun fyrir nýungar í starfi og öflugt samstarf við sveitarfélagið.
16. október 2010, 37. sambandsráðsfundi UMFÍ haldinn á Egilsstöðum
UMSE - veitt verðlaunin fyrir framúrskarandi uppbyggingarstarf.
11. október 2009, 46. sambandsþingi UMFÍ haldið í Reykjanesbæ
UÍA - veitt verðlaunin fyrir framúrskarandi uppbyggingarstarf.
11. október 2008, 36. sambandsráðsfundi UMFÍ haldinn í Stykkishólmi:
HSÞ veitt verðlaunin fyrir að koma á fót aksturssjóði HSÞ.
21. október 2007, 45. sambandsþing UMFÍ haldið á Þingvöllum
HSK – fyrir framúrskarandi starf að kynningarmálum.
27. október 2006, 35. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn á Flúðum:
Umf. Skipaskagi – fyrir framúrskarandi uppbyggingarstarf á sviði íþrótta- og ungmennafélagsmála.
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag – fyrir öflugt og metnaðarfullt íþrótta- og ungmennafélagsstarf á breiðum grunni.
23. október 2005, 44. sambandsþingi UMFÍ á Egilsstöðum:
HSV - veitt verðlaunin fyrir velheppnað átak í auknu félagsstarfi tengdu getraunastarfi. Framganga HSV er til fyrirmyndar og ætti að vera öðrum sambandsaðilum hvatning til að nýta þá möguleika sem í getraunastarfi felast.