Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

19. maí 2025

Guðríður og Jón M. heiðruð

Þau Jón M. Ívarsson og Guðríður Aadnegard voru á meðal þeirra sem sæmdu voru heiðursviðurkenningum forystufólks úr íþróttahreyfingunni á Íþróttaþingi ÍSÍ á föstudag. Jón var kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ og Guðríður var sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ.

19. maí 2025

Fríða er nýr framkvæmdastjóri Gróttu

Málfríður Sigurhansdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. Hún tekur við starfinu af Jóni Sigurðssyni.

19. maí 2025

Fyrrverandi forseti ÍSÍ sæmdur Gullmerki UMFÍ

Lárus Blöndal, fyrrverandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) var sæmdur Gullmerki UMFÍ fyrir starf sitt fyrir íþróttahreyfinguna. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, afhenti Lárusi merkið á Íþróttaþþingi ÍSÍ.

16. maí 2025

Mikilvægt að skerpa á hlutverki íþrótta

Við endurskoðun íþróttalaga þarf að skerpa á hlutverki íþrótta, finna leiðir til að skilja á milli rekstrartenginga meistaraflokka og barna- og unglingastarfs og vinna að því að verja Íslenskar getraunir fyrir ólöglegri samkeppni, segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

16. maí 2025

Öll félög í sex íþróttahéruðum til fyrirmyndar

Öll aðildarfélög 6 íþróttahéraða af 25 hafa skilað starfsskýrslum í kerfi ÍSÍ og UMFÍ. Athygli vekur að þetta eru aðildarfélög á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Enn á 91 félag eftir að skila skýrslum. 

16. maí 2025

Gleði á gagnlegum vorfundi UMFÍ

Vorfundur UMFÍ var vel sóttur á Reykjum í Hrútafirði um síðustu helgi. Boðið var upp á mikið fjörefli og tengsl. Gagnleg erindi voru flutt á fundinum. Formaður UMFÍ sagði ánægjulegt að UMFÍ hafi tekist að búa til vettvang fyrir sambandsaðila til að tjá sig.

16. maí 2025

Ólögleg íþróttaveðmál vaxandi vandi á Íslandi

Íþróttaveðmál á ólöglegum veðmálasíðum hafa færst gríðarlega í aukana hér á landi undanfarin ár og eru orðin stórt vandamál ef marka má fyrirlesara á málþinginu Íþróttir, veðmál og samfélagið – hvert stefnum við? sem ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ stóðu saman að í síðustu viku.

15. maí 2025

Óskar endurkjörinn formaður í Fjallabyggð

Landsmót UMFÍ 50+ er handan við hornið á Siglufirði og Ólafsfirði í lok júní. UMFÍ heldur mótið með Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar og sveitarfélaginu. Óskar Þórðarson var endurkjörinn formaður sambandsins á þingi þess í gær.

15. maí 2025

Patrekur ráðinn á svæðisstöð höfuðborgarsvæðis

„Ég er búinn að lifa og hrærast í þessum íþróttaheimi frá því ég var krakki og líst rosalega vel á þessa vinnu svæðisfulltrúanna. Ég hlakka þess vegna ótrúlega til að koma,“ segir Patrekur Jóhannesson. Hann hefur verið ráðinn í stöðu svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á höfuðborgarsvæðinu og mun þar starfa með Hansínu Þóru Gunnarsdóttur.