Fara á efnissvæði
02. ágúst 2025

18 stiga Austfjarðagola á Egilsstöðum

„Það er vindur. En hann er hlýr og það voru 18 stig í bílnum hjá mér áðan,“ segir Freyr Ævarsson, einn sérgreinastjóra á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum. Einmunablíða er í bænum, andvari og fánar blakta við hún. 

Ágúst Daði Bragason, sem er 16 ára reddari í afþreyingastjórn mótsins, er hins vegar ekki á sama máli og Freyr í samræðum um veðrið á Egilsstöðum.

„Vindur? Það eru ský á himni þótt það sé hlýtt. Þetta er samt töluvert minna en Austfjarðagolan, segir hann. 
Hvað sem líður karpi þeirra Ágústar og Freys um veðrið þá er afskaplega góð stemning á Unglingalandsmótinu. Allt gengur í himnalagi hjá þeim 1.100 keppendum 11 til 18 ára sem þeysast um mótsvæðið og keppa í öllu frá motocrossi og hestaíþróttum, grasblaki og knattspyrnu og fjölmörgu fleiru.

Síðar í dag fer fram keppni í kökuskreytingum. Prikhestar verða kynntir mótsgestum og svo má lengi telja. 

 

Hér má sjá nokkrar myndir af hressum mótsgestum.

 

Fleiri myndir á sjá á miðlum UMFÍ. 

UMFÍ á Facebook

UMFÍ á Instagram

UMFÍ á Flickr