50 milljónum króna úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ
Rétt tæpum 50 milljónum króna var úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fyrir jól. Þar af voru umsóknir um 122 verkefni styrkt um tæpar 16 milljónir króna. Við úthlutunina bættust 25 milljónir króna, sem var stærsti hluti björgunarpakka íþróttahéraða. Þetta var fyrsta greiðslan, því samkvæmt ákvörðun af sambandsþingi UMFÍ 2025 verður björgunarpakkinn greiddur út í tvennu lagi.
Alls bárust 160 umsóknir um styrki í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ í þessu seinna umsóknarferli í sjóðinn. Umsóknarfrestir í sjóðinn eru tveir á ári, að vori og hausti. Heildarúthlutun alls síðasta árs nam 53,5 milljónum króna. Umsóknir voru í heildina 242 og hlutu 195 verkefni styrk.
Margvísleg verkefni hlutu styrki úr sjóðnum í haustúthlutuninni og má sjá skiptinguna hér eftir sambandsaðilum (raðað eftir upphæð úthlutunar):
UMSK – 37 verkefni: 3.40.674 kr.
ÍBR – 14 verkefni: 2.560.173 kr.
HSK – 20 verkefni: 1.842.000 kr.
ÍBA – 6 verkefni: 1.260.000 kr.
ÍA – 4 verkefni: 1.135.500 kr.
UMSS – 5 verkefni: 990.000 kr.
UÍA – 4 verkefni: 625.500 kr.
UMSB – 4 verkefni: 622.400 kr.
ÍBH – 11 verkefni: 599.592 kr.
HSH – 3 verkefni: 595.000 kr.
ÍS – 4 verkefni: 496.000 kr.
USVH – 1 verkefni: 400.000 kr.
HSÞ – 1 verkefni: 360.000 kr.
USVS – 4 verkefni: 244.500 kr.
ÍBV – 1 verkefni: 166.000 kr.
HSV – 1 verkefni: 100.000 kr.
USÚ – 1 verkefni: 100.000 kr.
Um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ
Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.
Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra.
Umsækjendur sem hljóta styrk þurfa að skila inn skýrslu á ákveðnu lokaskýrsluformi og senda til þjónustumiðstöðvar UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is.
Umsóknarfrestir eru tveir á ári. Að vori er opnað fyrir sendingu umsókna í sjóðinn 1. apríl ár hvert og hægt að senda umsóknir inn til og með 1. maí. Að hausti opnar fyrir umsóknir 1. október og er hægt að senda umsóknir inn til og með 1. nóvember.
Meira um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ
Sjá ítarlegri upplýsingar um haustúthlutun 2025