02. ágúst 2025
Anton fann töskuna sína

Alltaf gleymum við einhverju einhvers staðar. En hvar? Ekki hugmynd.
Anton kom við í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins í Egilsstaðaskóla og fann þar töskuna sína sem hann hafði gleymt og í henni allir þeir munir sem í henni voru.
Heppinn!
Þótt við týnum hlutum þá þarf enginn að hafa áhyggjur, af því að flest skilar sér á endanum.
Óskilamunum er safnað saman í Egilsstaðaskóla á meðan mótinu stendur og að því loknu verður hægt að senda póst á netfangið uia@uia.is og kanna hvort týndir hlutir hafi ratað í glatkistuna.