Fjallað um gjafir og framlög í nýjasta tölublaði Skinfaxa
Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Blaðið er stútfullt af gagnlegu og fræðandi efni. Í blaðinu er m.a. fjallað um gjafir og framlög til til félaga á almannaheillaskrá skattsins sem nema 1,3 milljörðum króna frá lokum árs 2021. Framlögin eru að mestu frá einstaklingum. Við höfum tekið saman hvaða íþróttafélög hafa fengið styrki og framlög og hvar á landinu styrkirnir lenda.
Í blaðinu er rætt við Sævar Þór Sveinsson, ritstjóra netmiðilsins UTAN VALLAR, en hann hefur rýnt í tölurnar.
Margt fleira er í Skinfaxa og er allt efnisinnihaldið talið upp hér að neðan.
Skinfaxi er tímarit UMFÍ og er það með elstu tímaritum landsins því það hefur komið út frá árinu 1909.
Umfjöllunarefni blaðsins er alltaf í takt við tímann og þar má alltaf lesa það nýjasta í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og fylgjast með straumum og stefnum.
Á forsíðu blaðsins að þessu sinni má sjá Söndru Finnsdóttur en hún var sjálfboðaliði á Landsmóti UMFÍ 50+ í Fjallabyggð í fyrrasumar.
Á meðal efnis í blaðinu
- Framlög og styrkir til íþróttahreyfingarinnar fyrir 1,3 milljarða.
- Framlög um allt land.
- Afslættir á viðburði rjúfi félagslega einangrun - viðtal við Pál Ásgrím Jónsson.
- Skúli Geirdal skrifar leiðara: Að taka þátt er að tilheyra.
- Æfingar á prikhestum hjá Gróttu á Seltjarnarnesi.
- Ungmennaráð kom heim með gott veganesti.
- Framtíðarstefna í íþróttamálum rædd á fjölmennu sambandsþingi UMFÍ.
- Almannaheillafélög eru ómissandi stoð í samfélaginu.
- Fyrsta ár Hvatasjóðsins.
- Móta leiðarvísi fyrir erfiðar ákvarðanir.
- Aðalheiður upplifði frábærar minningar á Reykjum.
- Íþróttafélög bjóði áhugafólki að leika sér.
- Mikil gleði framundan í Eyjafjarðarsveit.
- Sjálfboðaliðadagurinn.
- Ný stjórn UMFÍ 2025 - 2027.
- Fjölbreytt verkefni svæðisfulltrúa.
- Tengjast við alþjóðlegar rætur.
- Vilja fjölga stelpum í fótbolta.
- Gamla myndin: Starfsmenn UMFÍ prófa seglbretti á Rauðavatni.
Lumarðu á umfjöllunarefni?
Ef þú vilt koma einhverju á framfæri sem á erindi við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna þá er um að gera og senda okkur línu á umfi@umfi.is eða jon@umfi.is.
Þú getur líka gerst áskrifandi að fréttabréfi UMFÍ hér að neðan. Þú getur skráð netfang þitt og fengið fréttabréf reglulega í tölvupósti.