Fjölskyldufjör á Unglingalandsmóti

Líf og fjör verður í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum alla helgina sem Unglingalandsmót UMFÍ stendur yfir.
Þetta er í boði:
Föstudagur og laugardagur:
:: Alla dagana á milli klukkan 13:00 – 17:00 verða leiktæki í fullum gangi og þrjár útgáfur af náttúru- og þrautaratleikjum.
:: Hægt að kíkja inní Safnahúsið, klæða sig í víkingadress og bregða sverði á loft við Valþjófsstaðahurðina.
Sérstakir fjörugir viðburðir:
Föstudagur 1. ágúst: ORMAR & ELDUR
13:00: Kveikjum upp varðeld og grillum ormabrauð meðan birgðir endast.
15:00: Sköpunarsmiðja - málað á viðarskífur af hjartans list - minjagripir beint úr skóginum.
Laugardagur 2. Ágúst: BÝFLUGUR & BLÓM
13:30 Blómaskoðunarganga með Landverði.
14:00 Býflugur og bras - föndur, fræðsla og fjör með býflugnabónda (í gangi til kl 16.30)
15:30 Blómaskoðunarganga með Landverði.
Skipulag Leikjagarðsins er í höndum Hildar Bergsdóttur og Náttúruskólans.