Fara á efnissvæði
22. júlí 2025

Fleiri í hverju liði í grasblaki

Við vekjum athygli á því að breyting hefur verið gerð í grasblaki. Nú getur hvert lið í grasblaki verið skipað sex þátttakendum og mega fjórir vera inni á vellinum í einu í stað tveggja inni á vellinum. Þetta gerir leikinn miklu hraðari, enn meira spennandi og gríðarlega hressandi. 

Við hvetjum því þátttakendur sem hafa stofnað blaklið til þess að láta vini vita svo þau geti stækkað liðið – eða látið okkur vita að vantar í liðið. Eitt lið hafði einmitt samband og voru liðsfélagarnir ofsa spenntir fyrir því að fá ný andlit inn í liðið. 

Eruð þið búin að skrá ykkur í grasblak?

Skráðu þig hér í greinar

 

Meira en 20 greinar

Grasblak er aðeins ein af rúmlega 20 íþróttagreinum sem boðið er upp á á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. 

Látið aðra vita af mótinu og grasblakinu og komið inn með öflugt lið. Þið getið líka skráð ykkur í kökuskreytingar, knattspyrnu og pílu. Eða eitthvað af öllu úrvalinu. 

 

Er vesen á skráningunni? Hér eru leiðbeiningar:

Smella hér: Hvernig skrái ég mig í greinar?

 

Sjáumst á Unglingalandsmóti UMFÍ!