08. september 2025
Forseti Íslands ræddi um áhrif snjalltækja og samfélagsmiðla

Fulltrúar ÍSÍ og UMFÍ voru á meðal þeirra sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, boðaði til samtals á Bessastöðum í síðustu viku með ungu fólki og ýmsum fagaðilum til að ræða áhrif snjalltækja- og samfélagsmiðla á líf og líðan barna og ungmenna.
Málefnið er hugleikið forsetanum, sem hefur rætt það á ýmsum stöðum á opinberum vettvangi.
Á fundinum var rætt um símasiði fullorðinna, stafrænan útivistartíma, öryggishlutverk símtækja og þau tvíbentu áhrif sem boð og bönn geta haft ef ekki er hugað að jákvæðri og uppbyggilegri fræðslu, eins og frá er sagt af fundinum á heimasíðu forsetaembættisins.
Ákveðið var að halda umræðum um efnið áfram og hvetja til frekara samstarfs á vettvanginum og um þetta umræðuefni.
Hér má sjá myndir frá fundinum.





