Fara á efnissvæði
12. september 2025

Framboð til stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ

Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing. Einstaklingur sem býður sig fram til formanns getur jafnframt boðið sig fram til stjórnar og/eða varastjórnar á þinginu kjósi hann svo. Sama á við um einstakling sem býður sig fram til stjórnar og getur hann þá á þinginu boðið sig fram til varastjórnar. 

Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu fulltrúar frá hverju kjördæmi. Ef þessu markmiði hefur ekki veri ðnáð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestnn um allt að fimm daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. 

Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri menn en einn úr hverju kjördæmi. Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar. 

Rétt er að geta þess að af núverandi stjórnarfólki UMFÍ hefur kjörnefnd borist eftirfarandi framboði. 

Til formanns: Jóhann Steinar Ingimundarson, Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK).

 

Til aðalstjórnar (í stafrófsröð):
  • Guðmundur Sigurbergsson, Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK).
  • Gunnari Gunnarssyni, Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA).
  • Ragnheiður Högnadóttir, Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).
  • Sigurður Óskar Jónsson, Ungmennasambandinu Úlfljóti (USÚ).

 

Til varastjórnar:
  • Ásgeir Sveinsson, Héraðssambandinu Hrafna-Flóka (HHF).

 

Eftirfarandi aðila gefa ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu:

  • Guðmunda Ólafsdóttir, Íþróttabandalagi Akraness (ÍA).
  • Gunnar Þór Gestsson, Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS).
  • Hallbera Eiríksdóttir, Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB).
  • Málfríður Sigurhansdóttir, Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR).
  • Rakel Másdóttir, Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK).

Tilkynna skal kjörnefnd um framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar á netfangið umfi@umfi.is eigi síðar en 30. september.

Nánari upplýsingar veitir formaður kjörnefndar í síma 842-5800.

Á 53. Sambandsþingi UMFÍ, sem haldið var 20. – 22. október 2023, voru eftirfarandi einstaklingar kjörnir í kjörnefnd vegna framboðs til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar: 

  • Einar Kristján Jónsson, formaður Ungmennafélaginu Vesturhlíð (V).
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Héraðssambandi Vestfirðinga (HSV).
  • Einar Haraldsson, Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar (ÍRB).
  • Halla Garðardóttir, Ungmennsambandi Kjalarnesþings (UMSK).
  • Haukur F. Valtýsson, Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA).

 

Til vara:
Anna Bjarnadóttir, Íþróttabandalagi Akraness (ÍA).