Fríða er nýr framkvæmdastjóri Gróttu

Málfríður Sigurhansdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. Hún tekur við starfinu af Jóni Sigurðssyni.
Málfríður eða Fríða eins og hún er gjarnan kölluð hefur margra ára og víðtæka reynslu af störfum í íþróttageiranum. Hún er innfæddur Seltirningur og byrjaði ung að æfa undir merkjum Gróttu. Hún hefur síðastliðin 18 ár unnið sem íþrótta- og félagsmálastjóri Fjölnis í Grafarvogi. Í tíu ár þar á undan var hún í stjórnum deilda. Hún situr í stjórn UMFÍ, var lengi í stjórn hjá sérsambandi og hefur setið í ótal nefndum og ráðum innan íþróttahreyfingarinnar.
Fram kemur á á heimasíðu Gróttu að miklar vonir séu bundnar við að hún muni leiða félagið í gegnum uppbyggingu, samþættingu og að öll Gróttu hjörtu slá í takt hvernig sem þau tengjast félaginu.