Íþróttasjóður styrkir ýmis verkefni

Búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð vegna verkefna fyrir árið 2026.
Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna. Sérstaklega til verkefna fyrir jaðarsetta hópa.
Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Verkefnin þurfa að falla að markmiðum Íþróttalaga. Þar segir að íþróttir séu hvers konar líkamleg þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.
Lágmarksstyrkur er 250.000 krónur.
Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:
Aðstaða: Sérstök áhersla er á viðfangefni sem styrkja umgjörð íþróttastarfs meðal barna og ungmenna.
Útbreiðslu- og fræðsluverkefni: Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að eflingu faglegrar umgjarðar íþróttafélaga, sérstaklega til verkefna sem snúa að jaðarsettum hópum í íþróttum.
Íþróttarannsókna.
Umsóknarfrestur er til kl.15:00 miðvikudaginn 1. október 2025.