Fara á efnissvæði
06. október 2025

Kynning á frambjóðendum til stjórnar

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, verður sjálfkjörinn á 54. Sambandsþingi UMFÍ um næstu helgi. Ljóst er að nokkur endurnýjun verður í stjórn UMFÍ því ellefu eru í framboði til setu í stjórn og enn sem komið er tveir í framboði til varastjórnar. Að loknu kjöri til stjórnar geta þau sem ekki ná kjöri í stjórn tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til setu í varastjórn. 

Stjórn UMFÍ er skipuð sjö einstaklingum: Formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þrem meðstjórnendum.

Varastjórn er skipuð fjórum fulltrúum og ræður atkvæðafjöldi þeirra í kosningu röð þeirra.  

Frestur til að tilkynna framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ rann út 30. september síðastliðinn. Eftirfarandi framboð bárust kjörnefnd UMFÍ áður en framboðsfrestur rann út.

Frambjóðendur munu kynna sig á Sambandsþingi UMFÍ og fá til þess þrjár mínútur hver.

Gengið verður til kosninga síðdegis á laugardag, 11. október næstkomandi. 

Hér er hægt að kynna sér frambjóðendur til stjórnar betur:

Kynning á frambjóðendum

Í framboði eru eftirfarandi: 

 

Til formanns UMFÍ:

Jóhann Steinar Ingimundarson - Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK).

 

Til aðalstjórnar UMFÍ:

  • Birgir Már Bragason – Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB).
  • Guðmundur Sigurbergsson – Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK).
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir – Héraðssamband Vestfjarða (HSV).
  • Gunnar Gunnarsson – Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA).
  • Halla Margrét Jónsdóttir – Íþróttabandalag Akraness (ÍA).
  • Helgi Sigurður Haraldsson – Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK).
  • Margrét Sif Hafsteinsdóttir – Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR).
  • Ragnheiður Högnadóttir – Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).
  • Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson – Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).
  • Sigurður Óskar Jónsson – Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ).
  • Skúli Bragi Geirdal – Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA).

 

Til varastjórnar UMFÍ:

  • Ásgeir Sveinsson – Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF).
  • Gunnar Þór Gestsson – Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS).