Fara á efnissvæði
21. janúar 2026

Leikgleði barna skiptir meira máli en sérhæfing

Börn hafa yfirborðskenndan skilning á þeim sálfræðilegu þáttum íþróttaþjálfunar sem þeim er ætlað að fylgja á æfingum. Þau endurtaka slagorð og hugtök en skilja sjaldnast raunverulega merkingu þeirra eða hvernig megi yfirfæra færni yfir í daglegt líf. „Þau vissu varla hvað hugtökin þýddu, hvað þá hvernig þau nýtast utan vallar,“ segir Siubhean Crowne. Hún flutti erindi á RIG-ráðstefnunni í dag þar sem hún ræddi um reynslu sína af því að starfa í enskum knattspyrnuakademíum.

Þar lýsti hún meðal annars reynslu sinni af því að vera bæði starfsmaður og rannsakandi innan akademíunnar. Markmið hennar var að skilja umhverfið út frá sjónarhorni barnanna sjálfra. Niðurstaða hennar er sú að fótboltaakademíur ættu ekki að taka við börnum yngri en 13 ára.

Hún telur jafnframt fjölbreytni í íþróttaiðkun og leikgleði skipta meira máli á yngri árum en snemmbær sérhæfing í íþróttaiðkun barna. Börnin eigi alltaf að vera í forgrunni.

Siubhean gagnrýnir jafnframt skort á samræmingu og að oft hafi komið fyrir að orðræða þjálfara rugli börnin. Það dragi úr frumkvæði þegar íþróttaiðkun eigi þvert á móti að ýta undir hana.

Að lokum sagði hún mikilvægt að hafa í huga lykilatriðið að þegar barn veit að maður stendur með því, sé það ekki nóg?

RIG-ráðstefnan einblínir á snemmtæka afreksvæðingu í íþróttum barna og ungmenna og áhrif hennar á ungt fólk og fjallað verður um nýjustu rannsóknir og mikilvægi þess að hafa jafnvægi milli keppni og vellíðanar í íþróttum barna og ungmenna.

 

Nokkrar myndir frá RIG-ráðstefnunni.