Fara á efnissvæði
01. ágúst 2025

Léttskýjað og létt stemning á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmót UMFÍ hófst með lífi og fjöri á Egilsstöðum í gær. Þúsundir mótsgesta flykktust í góða veðrið í bænum og kom sér fyrir á tveimur risastórum tjaldsvæðum, sem fólk gistir á. Skráning er afskaplega góð á mótið og hefur þurft að flýta nokkrum greinum. Gríðarlega gott veður er í bænum, milt en dumbungur. 

Mótshaldarar hvetja ökumenn til að hafa varann á þegar ekið er um bæinn, draga úr hraða sínum. Eins er brýnt fyrir mótsgestum að hafa augun hjá sér og passa sig á bílum, enda fer þjóðvegur 1 fram hjá tjaldsvæðum mótsins. Eins vara viðbragðsaðilar unga þátttakendur við klifri í klettum ofan við tjaldsvæðin. Það er hættuleikur. 

 

Fjör í fjölda greina

Austfirðingar eru langfjölmennasti hópur þátttakenda á mótinu en rúmlega 300 börn og ungmenni frá Ungmenna- og iþróttasambandi Austurlands (UÍA) á aldrinum 11 - 18 ára eru skráð til leiks. Í kringum 1.100 eru skráð á mótið og ljóst að um fimm þúsund gestir eru á mótinu. 

Mótið hófst í gær með golfi og krakkahreysti. Föstudagurinn hófst með keppni í grasblaki, knattspyrnu og borðtennis og síðar í dag verður blásið til keppni í borðtennis, rafíþróttum og fleiri greinum. 

Unglingalandsmót UMFÍ verður sett með pompi og prakt á Vilhjálmsvelli klukkan 20 í kvöld. Þar munu þátttakendur ganga á völlinn í skrúðgöngu, hver hópur með sínu íþróttahéraði. 

Eftir mótssetninguna verður fjör fyrir alla fjölskylduna og geta allir mótsgestir tekið þátt í fjölda viðburða um allan bæ. Fólk getur kíkt við og farið í körfuboltapartý, spilað blindrafótbolta og badminton LED, skemmt sér í frjálsum íþróttum, spilað frisbígolf og farið að dansa fram til klukkan 23.

 

Hægt er að skoða fjölda mynda af mótinu á miðlum UMFÍ. Þær má nota að vild.

UMFÍ á Facebook

Unglingalandsmót UMFÍ á Facebook

UMFÍ á Instagram

UMFÍ á Flickr

 

Við hvetjum fólk til að taka myndir á mótinu og merkja þær UMFÍ á samfélagsmiðlum.