Fara á efnissvæði
13. nóvember 2025

Litlu jólin koma snemma hjá UMFÍ

Litlu jólin koma snemma hjá UMFÍ að þessu sinni.

Margt bendir nefnilega til þess að methagnaður verði hjá Íslenskri getspá á þessu ári. Stjórn Íslenskrar getspár ákvað í síðustu viku að greiða eignaraðilum sínum sérstaka aukaarðgreiðslu vegna mjög góðs árangurs. 

Aukaarðgreiðslan nemur 600 milljónum króna. UMFÍ á 13,33% hlut í Íslenskri getspá og fékk samkvæmt því tæpar 80 milljónir króna.

Okkur fannst það við hæfi að greiða sambandsaðilum út upphæðina í samræmi við lottóreglugerð á Alþjóðlegum degi góðvildar, sem er í dag fimmtudaginn 13. nóvember. 

Aðrir eigendur Íslenskrar getspár eru ÍSÍ og ÖBÍ. ÍSÍ á 46,67% hlut í fyrirtækinu og fær rétt rúmar 280 milljónir króna. ÖBÍ á það sem út af stendur eða 40% og nemur hlutur féalgsins 240 milljónum króna.