Fara á efnissvæði
02. október 2025

Mörg í framboði til stjórnar UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, er einn í framboði til formanns. Ellefu eru í framboði til stjórnar og tveir til varastjórnar. Ljóst er að nokkur endurnýjun verður á stjórn UMFÍ þegar gengið verður til kosninga því fimm í aðal- og varastjórn gáfu ekki kost á sér áfram.

Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, gefur ekki kost á sér í aðalstjórn á ný en gerir það í varastjórn. Sjö einstaklingar sem ekki eiga sæti í stjórn UMFÍ gefa kost á sér auk fjögurra einstaklinga sem þegar sitja í stjórn UMFÍ. Kosið verður til stjórnar UMFÍ verður á 54. Sambandsþingi UMFÍ, sem fram fer í Stykkishólmi dagana 10. – 12. október. 

Frestur til að tilkynna framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ rann út 30. september síðastliðinn. 

Eftirfarandi framboð bárust kjörnefnd UMFÍ áður en framboðsfrestur rann út. 

Að ofan má sjá mynd af hluta stjórnar UMFÍ.

 

Til formanns UMFÍ:

 Jóhann Steinar Ingimundarson - Ungmennasambandi Kjalarnesþings (UMSK).

 

Til aðalstjórnar UMFÍ:
  • Birgir Már Bragason – Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB).
  • Guðmundur Sigurbergsson – Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK).
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir – Héraðssamband Vestfjarða (HSV).
  • Gunnar Gunnarsson – Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA).
  • Halla Margrét Jónsdóttir – Íþróttabandalag Akraness (ÍA).
  • Helgi Sigurður Haraldsson – Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK).
  • Margrét Sif Hafsteinsdóttir – Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR).
  • Ragnheiður Högnadóttir – Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).
  • Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson – Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).
  • Sigurður Óskar Jónsson – Ungmennasambandið Úlfljótur (USÚ).
  • Skúli Bragi Geirdal – Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA).

 

Til varastjórnar UMFÍ:
  • Ásgeir Sveinsson – Héraðssambandið Hrafna-Flóki (HHF).
  • Gunnar Þór Gestsson – Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS).

Frambjóðendum gefst kostur á að kynna sig á 54. Sambandsþingi UMFÍ og á vefsvæði UMFÍ. 

 

Þau sem ekki gefa kost á sér áfram eru:

  • Málfríður Sigurhansdóttir
  • Guðmunda Ólafsdóttir
  • Rakel Másdóttir
  • Hallbera Eiríksdóttir