Móta leiðarvísi fyrir erfiðar ákvarðanir
Er hægt að vísa hverjum sem er úr íþróttafélagi? Brottvísun er erfið og krefjandi. Stjórnir íþrótta félaga fá á næstunni skýrar leiðbeiningar frá ÍSÍ um verklag þegar til stendur að taka erfiða ákvörðun.
„Þegar tekin er ákvörðun um íþyngjandi agaviðurlög gagnvart félagsmanni verður að gera þá kröfu að vandaðri málsmeðferð sé fylgt. Stundum vantar upp á slíkt og viljum við bæta úr því,“ segir Helga Þórðardóttir, lögfræðingur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
Stjórnum margra íþróttafélaga vantar upplýsingar um hvernig slík málsmeðferð á að vera. Var því hafin vinna við að gera leiðbeiningar um málsmeðferð sem hjálpar stjórnum íþróttafélaga að taka erfiðar ákvarðanir.
ÍSÍ hóf vinnslu leiðbeininganna vegna ýmissa mála sem hafa komið upp innan íþróttahreyfingarinnar og úrlausna dómstóla ÍSÍ í tilteknum málum. Með því að vanda málsmeðferð eykst traust gagnvart ákvarð- anatöku innan íþróttafélaga auk þess sem hún stuðlar að réttlátum niðurstöðum og að mál sem rata til dómstóla ÍSÍ fái þar efnislega meðferð.
Helga segir að horft sé til þess að leiðbeiningarnar styðji við stjórnir íþróttafélaga þegar taka þarf íþyngjandi ákvarðanir og tryggi að réttindi félagsmanna séu virt í því ferli.
Í hnotskurn
Nýjar leiðbeiningar eru mikilvægt skref til að styðja íþróttafélög í að tryggja réttláta og vandaða málsmeðferð í erfiðum málum.
Helstu atriði
- Við ákvörðun íþyngjandi agaviðurlaga þarf að fylgja vandaðri og réttlátri málsmeðferð.
- Skortur hefur verið á skýrum leiðbeiningum til stjórna íþrótta félaga um slíka málsmeðferð.
- Unnið er að gerð leiðbeininga sem styðja stjórnir við erfiðar ákvarðanir og byggja á reynslu úr málum innan íþróttahreyfingarinnar og úrlausnum dómstóla ÍSÍ.
- Vönduð málsmeðferð eykur traust, tryggir réttindi félags manna og stuðlar að efnislegri og réttlátri niðurstöðu mála.
Þú getur lesið allt í Skinfaxa
Ítarlega er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ. Þú getur smellt á myndina hér að neðan og lesið rafræna útgáfu af blaðinu.
Þú getur líka smellt hér og fengið nýjasta tölublað Skinfaxa sent til þín í tölvupósti um leið og það kemur út. Áskriftin er ókeypis.
Smelltu hér: