30. apríl 2025
Muna eftir umsókn í sjóði UMFÍ

Við minnum á að enn er mögulegt að senda inn umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Fresturinn rennur út á morgun, fimmtudaginn 1. maí. Hægt verður að senda inn umsóknir fram á kvöld morgundagsins.
Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.
Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Áhersla í styrkjum til verkefna:
- Fræðslu- og forvarnaverkefna sem eru til þess fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan héraðs, félags og/eða deildar.
- Þjálfara- og/eða dómaranámskeiða.
- Verkefna sem stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu héraðs, félags og/eða héraðs.
- Verkefna og/eða viðburða sem hafa það að markmiði að efla þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða í íþróttastarfsemi.
- Verkefni sem stuðla að stærðarhagkvæmni og samnýtingu í upplýsingatæknimálum.