Fara á efnissvæði
11. nóvember 2025

Ný stjórn skiptir með sér verkum

Ný stjórn UMFÍ fundaði um helgina og var þetta annar fundurinn eftir 54. Sambandsþing UMFÍ um miðjan október. Á fundinum réð stjórnin ráðum sínum. Skipað var í embætti og nefndir og fóru nefndir yfir erindisbréf sín.  

Nýr varaformaður stjórnar UMFÍ er Skúli Bragi Geirdal og tekur hann við af Gunnari Þór Gestssyni. Margrét Sif Hafsteinsdóttir er gjaldkeri í stað Guðmundar G. Sigurbergsson og Sigurður Óskar Jónsson er áfram ritari stjórnar.

 

Hér eru nefndirnar og formenn þeirra:

  • Framkvæmdastjórn: Helgi Sigurður Haraldsson, formaður.
  • Fjárhags- og greiningarnefnd: Margrét Sif Hafsteinsdóttir, formaður.
  • Laganefnd: Margrét Sif Hafsteinsdóttir, formaður.
  • Móta- og viðburðanefnd: Helgi Sigurður Haraldsson, formaður.
  • Fræðslunefnd: Skúli Bragi Geirdal, formaður.
  • Skólabúðanefnd: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.
  • Upplýsingatækninefnd: Halla Margrét Jónsdóttir, formaður
  • Nefnd miðlunar og samskipta (áður útgáfu- og kynningarnefnd): Skúli Bragi Geirdal
  • Ungmennaráð: Óskipað.
  • Úthlutunarnefnd sjóða: Sigurður Óskar Jónsson, formaður.
  • Þrastaskógarnefnd: Ragnheiður Högnadóttir, formaður.
  • Unnið er að skipun nefnda um Landsmót UMFÍ 50+ og Unglingalandsmót UMFÍ.

Ítarlegri upplýsingar um nefndirnar er að finna á umfi.is undir liðnum mannauður.