Nýjasti Skinfaxi kominn út: Hvað kostar að æfa íþróttir?

Æfingagjöld íþróttafélaga landsins eru ærið misjöfn. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, má sjá dæmi um æfingagjöld hjá aðildarfélögum innan UMFÍ um allt land. Við samantektina er horft til greiðslu gjalda fyrir 12 ára barn.
Sérstök athygli skal vakin á því að hvorki er horft til samanburðar á fjölda æfingatíma á viku, né lengd hverrar æfingar. Þá er ekki horft til fjölda og menntunar þjálfara, né æfingaaðstæðna sem geta verið mjög mismunandi.
Í samantektinni er tekið fram um hvaða tímabil er að ræða. Einungis er því dregin fram sú upphæð sem forráðamenn greiða fyrir æfingatímabil í mismunandi greinum. Í flestum tilfellum dekkar frístundastyrkurinn hluta æfingagjaldanna.
Þú getur lesið allt um æfingagjöld íþróttafélaganna, frístundastyrki sveitarfélaganna og margt fleira í nýjasta tölublaði Skinfaxa.
Efni blaðsins
- Hvað kostar að æfa íþróttir? – Æfingagjöld íþróttafélaganna
- Samanburður á frístundastyrkjum sveitarfélaga
- Hvað kostar að eiga börn og ungmenni sem keppa í íþróttum?
- Iðkendur vaxa og dafna í íþróttum
- Viðtalið: Engilberg Olgeirsson segir sóknarfæri sem kalli á breytta hugsun
- Ástþór Jón Ragnheiðarson: Gæta hófst í æfingagjöldum.
- Samskiptaráðgjafi: Hatursorðræða skýtur upp kollinum
- Hvernig getum við gert íþróttir aðgengilegri fyrir öll börn?
- Félagslegir töfrar felast í góðum samskiptum: Ungmennaráðastefnan Ungt fólk og lýðheilsa
- Sara Jóhann: Ungt fólk vill láta heyra í sér
- Árni Matthías: Bjó til app til að fjölga góðverkum
- Dr. Viðar Halldórsson: Fer út í búð og hrósar ókunnugum
- Kolbrún hjá Æskulýðsvettvanginum: Íþróttafólk er duglegt að sækja sér fræðslu
- Unglingalandsmót UMFÍ 2025 á Egilsstöðum
- Góð þátttaka og mikil gleði á Landsmóti UMFÍ 50+
- Leiðari: Ungmennaráð UMFÍ segir mikilvægt að búa til vettvang
- Enn meira stuð og enn meiri drulla
- Þegar við höfum upp á eitthvað að bjóða þá halda krakkarnir sig í íþróttum
- Gamla myndin: Víðtæk umræða á 21. Sambandsþingi UMFÍ 1959
Þú getur smellt á blaðið hér að neðan og lesið Skinfaxa heild sinni á umfi.is. Umfjöllunin um æfingagjöld og frístundastyrki er á blaðsíðum 16 til 24.