Pannavellir á leiðinni út um allt land
Starfsfólks UMFÍ og KSÍ vann saman að því í gær að taka í sundur sendingu af pannavöllum og skipta þeim upp í 15 einingar. Pannavellina pöntuðu sveitarfélög og íþrótta- og ungmennafélög víða um land og eru vellirnir nú á leið til þeirra.
UMFÍ og KSÍ hafa nokkrum sinnum sameinast um stórar pantanir á pannavöllum í gegnum tíðina.
Pannavellir eru litlir átthyrndir fótboltavellir. Þeir henta vel í minni bæjum þar sem krakkar vilja spreyta sig í einn á móti einum eða tveimur.
Á meðal þeirra sem keyptu pannavelli að þessu sinni eru Ungmennafélagði Máni á Hornafirði, sveitarfélagið Seltjarnarnes, Skagfirðingar, Íþróttabandalag Akraness og fleiri.
Pannavellirnir eru farnir af stað og ættu þeir að berast viðtakendum á næstu dögum.
Hér má sjá pannavellina raðast upp í hentugar sendingar.