Fara á efnissvæði
08. október 2025

Seinni umsóknarfrestur í Fræðslu- og verkefnasjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir verkefni sem tengjast félags- og íþróttastarfi ungmennafélagshreyfingarinnar, svo sem með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Tveir umsóknarfrestir eru í sjóðinn á hverju ári. Sá fyrri er frá 1. apríl til 1. maí og sá seinni frá 1. október til 1. nóvember. 

Í maí veitti Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ 12,6 milljónum króna til 73 verkefna hjá öllum sambandsaðilum UMFÍ um allt land. Verkefnin voru af ýmsum toga.

Þar á meðal voru:

  • Sameiginlegt fræðsluerindi íþróttahéraða á Vesturlandi.
  • Fræðsluferð fimleikadeildar Selfoss til Danmerkur.
  • Pílufélag Kópavogs fékk ýmsa styrki.
  • Ungmennafélag Biskupstungna hlau styrk fyrir málstofu um íþróttamál í Uppsveitum.
  • Dómaranámskeið, þjálfaranámskeið, tungumálaskóli og ýmislegt fleira.

Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til:

  • Fræðslu- og forvarnaverkefna sem eru til þess fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan héraðs, félags og/eða deildar.
  • Þjálfara- og/eða dómaranámskeiða.
  • Verkefna sem stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu héraðs, félags og/eða héraðs.
  • Verkefna og/eða viðburða sem hafa það að markmiði að efla þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða í íþróttastarfsemi.
  • Verkefni sem stuðla að stærðarhagkvæmni og samnýtingu í upplýsingatæknimálum.

Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir EKKI tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga.

Styrkur er að öllu jöfnu aldrei hærri en 400.000 kr. Sjóðsstjórn getur þó veitt hærri styrki í undantekningartilfellum.

 

Allar upplýsingar um sjóðinn má sjá hér