Fara á efnissvæði
12. janúar 2026

Stendur fyrir ókeypis kynningu á göngufótbolta

Göngufótbolti er íþrótt sem byggir á því að sem flestir geti tekið þátt í og blómstrað. Rúnar Már Sverrisson, umsjónarmaður göngufótbolta hjá Þrótti og nefndarmaður í Grasrótarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), stendur fyrir kynningu á greininni, fræða um ávinning hennar og sýna hvernig auðvelt er að byggja upp hóp sem hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja halda áfram að hreyfa sig á sínum forsendum.

Rannsóknir sýna einmitt að regluleg iðkun göngufótbolta styrkir bein, eykur beinmassa og getur lækkað blóðþrýsting – en ekki síður skiptir máli að hann styrkir félagsleg tengsl og skapar rými fyrir samveru og vellíðan.

Hvar og hvenær?

Fimmtudaginn 15. janúar frá kl. 11:00–12:00 frítt á Teams.

Þjálfarar með KSÍ/UEFA þjálfaragráðu fá tvö endurmenntunarstig, gegn því að svara tveimur spurningum úr fyrirlestrinum.

Athugið að fyrirlesturinn fer eingöngu fram á Teams. Hlekkur verður sendur út 13. janúar. Þau sem ekki komast geta óskað eftir upptöku og spurningum í tölvupósti eftir viðburðinn.

 

Skráning hér