Takk fyrir Unglingalandsmótið

Nú er Unglingalandsmót UMFÍ að baki. Bestu þakkir fyrir að taka þátt í svona mörgum greinum og prófa alls konar nýtt. Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir öll litlu og stóru verkefnin, fyrir greinastjórnina, dómgæsluna og fyrir tónlistina, stuðið og allt skutlið fram og tilbaka með alls konar stórt og smátt - og takk samstarfsaðilar.
Takk UÍA og takk öll í Múlaþingi!
Þetta var svakalegt mót og slær alls konar met. Tæplega 1.100 þátttakendur á aldrinum 11 – 18 ára tóku þátt í rúmlega 20 greinum mótsins, skráningar í greinar voru 6.000 talsins. Við höfum aldrei áður séð slíkan fjölda.
Einhverjir töluglöggir geta dundað sér við að reikna hversu margir leikir og tilraunir í hinum ýmsu greinum voru hér um helgina.
Sjáumst öll á Sauðárkróki á næsta ári!
