UMFÍ og HR bjóða upp stöður í meistaranámi

UMFÍ og íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík bjóða nú í fyrsta sinn upp á tvær kostaðar stöður í meistaranámi sem snúa að áhersluþáttum UMFÍ. Önnur er meistaranám í íþróttavísindum og kennslu og hin er í íþróttavísindum og frammistöðugreiningu.
Umsóknarfrestur fyrir báðar stöður er til 15. maí 2025.
Báðar stöðurnar eru kostaðar af Háskólanum í Reykjavík og Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) og mun viðkomandi nemandi ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma stendur. Umsóknarfrestur er til 15. maí næstkomandi og mun nemandi hefja nám strax á haustönn.
Meira á Facebook-síðu íþróttafræðideildar HR.
Ítarlegri upplýsingar um stöðurnar.
Meistaranám í íþróttavísindum og kennslu
Námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og kennslu (Med) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík.
Meistaranemi undir handleiðslu akademísks starfsmanns HR mun vinna kennsluefni fyrir UMFÍ.
Skuldbindingar nemanda eru eftirfarandi:
- Að gera þarfagreiningu og yfirgripsmikið fræðsluefni fyrir sjálfboðaliða. Þarfagreiningin og gerð fræðsluefnisins yrði hluti af lokanámskeiðinu. Námsefnisgerð til Med. - gráðu í íþróttavísindum og kennslu. Markmið þarfagreiningarinnar er að greina þarfir menntunar til sjálfboðaliða innan hreyfingarinnar, rýna núverandi kennsluefni og útbúa framtíðarkennsluefni fyrir hreyfinguna.
- Starfsmenn HR og meistaranemandi munu kynna niðurstöður verkefnisins fyrir þeim aðilum sem UMFÍ óskar eftir.
- Nemandi leitar eftir því að vinna eins mörg verkefni á námstíma og mögulegt er í tengslum við UMFÍ og veita þeim aðgang að verkefnum sínum.
- Nemandi skuldbindur sig til þess að ljúka 10 ECTS eininga verknámi hjá UMFÍ á tímabilinu. Verknámið er ólaunað og munu verkefnin verða ákveðin í samráði við nemandann.
- Nemandi skuldbindur sig til að halda eðlilegri námsframvindu og mæta samviskusamlega í kennslustundir, ásamt því að taka þátt í kynningarstarfi á vegum HR sé þess óskað. Dæmi um slíkt væri viðvera á Háskóladeginum.
Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupósti til: hafrunkr@ru.is og hjaltio@ru.is
Meistaranám í íþróttavísindum og frammistöðugreiningu
Laus er til umsóknar staða í meistaranámi í íþróttavísindum og frammistöðugreiningu (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Sérstaklega er leitað eftir nemendum sem hafa sterkan grunn í greiningu gagna.
Skuldbindingar nemanda eru eftirfarandi:
- Að gera yfirgripsmikla rannsókn sem snýr að greiningu á fyrirliggjandi gögnum í eigu UMFÍ. Rannsóknin yrði hluti af meistararitgerð til Msc. gráðu í íþróttavísindum og frammistöðugreiningu. Markmið rannsóknarinnar er að greina hvernig þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur þróast undanfarin ár á Íslandi, ásamt því að kanna hvort spá megi fyrir um þætti sem hafa áhrif á brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi. Akademískur starfsmaður HR mun verða ábyrgðarmaður rannsóknar og leiðbeinandi meistaranemans. Rannsóknin verður gerð í nánu samstarfi við UMFÍ.
- Starfsmenn HR og meistaranemandi munu kynna niðurstöður ritgerðarinnar fyrir þeim aðilum sem UMFÍ myndi óska.
- Nemandi leitast eftir því að vinna eins mörg verkefni á námstíma og mögulegt er í tengslum við UMFÍ og veita þeim aðgang að verkefnum sínum.
- Nemandi skuldbindur sig til þess að ljúka 10 ECTS eininga verknámi hjá UMFÍ á tímabilinu. Verknámið er ólaunað og munu verkefnin verða ákveðin í samráði við nemandann.
- Nemandi skuldbindur sig til að halda eðililegri námsframvindu og mæta samviskusamlega í kennslustundir, ásamt því að taka þátt í kynningarstarfi á vegum HR sé þess óskað. Dæmi um slíkt væri viðvera á Háskóladeginum.
Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupósti til: hafrunkr@ru.is og hjaltio@ru.is
