27. október 2025
Vertu með!
UMFÍ auglýsir eftir fulltrúum í nefndir til næstu tveggja ára fyrir árin 2025 – 2027. Fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ og þeirra 480 félaga um allt land sem aðild eiga að UMFÍ geta sent tilnefningar.
Fólk sem sæti á í nefndum hefur áhrif á starf UMFÍ á vettvangi nefndarstarfsins, fræðslumála, mótað viðburði og mót, umgjörð um starf skólabúða, heiðursviðurkenningar og margt fleira.
Nefndirnar eru skipaðar í framhaldi af sambandsþingi UMFÍ, sem fram fór í Stykkishólmi um miðjan október.
Nefndirnar eru:
- Fjárhags- og greiningarnefnd
- Fræðslunefnd
- Heiðursráð
- Laganefnd
- Móta- og viðburðanefnd
- Skólabúðanefnd
- Ungmennaráð UMFÍ
- Upplýsingatækninefnd
- Útgáfu- og kynningarnefnd
- Úthlutunarnefnd sjóða
- Þrastaskógarnefnd
Áhugasöm sendi póst á umfi@umfi.is fyrir nánari upplýsingar eða fyrir fulltrúa í einhverja af nefndum UMFÍ. Frestur til að senda inn nöfn fulltrúa í nefndir er til 6. nóvember næstkomandi.