Fara á efnissvæði

Hagnýtar upplýsingar

Foreldrar

Skólabúðirnar á Reykjum

Í Skólabúðum UMFÍ kynnast ungmenni styrkleikum sínum og veikleikum og læra að vinna með þá til að bæta félagsfærni sína. Lífið í búðunum snýst að miklu leiti um samskipti og samveru. Dvölin er tilvalin til þess að kúpla sig frá daglegu lífi og njóta samverunnar með öðrum. Vegna þessara markmiða er ekki leyfilegt að vera með síma, tölvur og tæki sem geta sýnt myndbandsefni. Mikilvægt er að foreldrar fari vel yfir þessi mál með börnum sínum fyrir brottför.

Er barnið þitt á leiðinni í Skólabúðirnar?

Hér er að finna alls konar upplýsingar sem gott er fyrir foreldra og nemendur að kynna sér áður en haldið er af stað í Skólabúðir UMFÍ á Reykjum.

Hagnýtar upplýsingar

Fleiri upplýsingar sem gott er að lesa yfir fyrir brottför

 • Í búðunum er grænmetisfæði fyrir þá sem eru grænmetisætur. Þá eru helstu vörur fyrir þá sem hafa glutenóþol og mjólkuróþol. Einnig er t.d. til sojamjólk, rismjólk og sojaostur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur. Oft er einnig til laktósafrí mjólk. Athygli er vakin á því að ekki er boðið upp á sérstakan vegan matseðil.

  Tekið er tillit til þeirra sem eru með eggjaofnæmi og fiskióþol svo dæmi séu tekin. Reynt er að hafa sambærilegan mat fyrir þá sem hafa einhverskonar óþol og er framreyddur fyrir aðra nemendur. 

  Fararstjóri þarf að láta eldhúsið vita með viku fyrirvara um þá nemendur sem hafa mataróþol/ofnæmi til að tryggja að örugglega séu til þær vörur sem við á.

  Á fundi með kennurum á mánudegi er farið yfir um hverja ræðir svo enginn gleymist og því er mikilvægt að fararstjóri nemenda viti af ef nemendur eru með mataróþol, ofnæmi eða eru grænmetisætur. 

  Þeir sem eru með flóknari vandamál gagnvart mat eru beðnir um að hafa samband við forstöðumann með a.m.k. átta daga fyrirvara. Vörur eru pantaði í eldhúsið með viku fyrirfara, erfitt er að bregðast við sérþörfum eftir það. 

 • Nemendur mega ekki hafa nein lyf á eigin ábyrgð með sér á Reyki. Foreldrar eru beðnir um að afhenda fararstjórum öll lyf sem og verkjalyf. Fararstjórar geyma lyf í læstum skáp hjá sér.

  Nemendur hafa leyfi til að hafa á sér/í tösku hjá sér, astmaúða. Ef að nemandi þarf að hafa meðferðis astmalyf þarf að upplýsa aðalfararstjóra hópsins og umsjónakennara um málið, sem kemur upplýsingum til starfsmanna á þar til gerðum fundi. Nemendur geta haft meðferðis krem ef þess þarf inn á herbergjum.

 • Nemanda getur verið vísað heim frá Reykjum ef þörf krefur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því.

  Undantekningarlaust er nemenda vísað heim ef hann kemur með og/eða notar eigið eða annarra: áfengi, tóbak, munntóbak, rafrettur, vímuefni og/eða fleira tengt. Einnig ef nemandi verður uppvís að þjófnaði og ef um viljandi skemmdaverk er að ræða. Forráðamenn fá ekki endurgreitt ef nemanda er vísað heim. Sækja þarf nemanda samdægurs ef honum er vísað heim.   

 • Foreldrar geta skipulagt símatíma í samráði við fararstjóra hópsins, ef þeir telja þörf á.

  Starfsfólk búðanna mælir ekki með að foreldrar séu að hafa samskipti við barn sitt á meðan dvölinni stendur nema nauðsynlegt sé. Engar fréttir eru góðar fréttir.

 • Nemendur stunda mikla útivist í búðunum. Mikilvægt er að undirbúa barnið vel og tryggja góðan og viðeigandi fatnað eftir veðri. Nauðsynlegt er að vera í góðum skóm sem þola bleytu/snjó/sand og það að verða skítugir.

 • Því miður gleymist oft eitthvað í búðunum. Til að einfalda það að koma eigum í réttar hendur er mikilvægt að föt og annað dót sé merkt með nafni og símanúmeri. Vegna óskilamuna er heppilegast að senda tölvupóst á netfangið siggi@umfi.is.