Dagur, tími og staðsetning
Dagsetning: laugardagur 28. júní.
Tími: 13:00 - 16:00.
Staðsetning: Íþróttahúsið Ólafsfirði.
Kynja- og aldursflokkar
Einn kynjaflokkur, 50 ára og eldri.
Keppnisfyrirkomulag / reglur
Skipulag vallar
Eftirfarandi stærðir og mælingar ákvarða hversu langt á að setja poka-varps spjöld frá hvort öðru og hvernig leikmenn staðsetja sig í leiknum.
Stærð vallar
Pokavarps völlur skal vera sléttur, rétthyrndur flötur, 3 til 3,7 mtr. á breidd og að lágmarki 12 til 13,7 metrar á lengd. Völlurinn samanstendur af tveimur pokavarps spjöldum, svokölluðum kastteigum og kastlengd.
Kastteigur
Teigurinn er 1,2 mtr. á lengd og 90 cm. á breidd, við hvorn enda vallar-ins, samsíða og beggja vegna spjaldanna. Leikmaður verður að vera inni í teignum þegar poka er kastað.
Kastlengd
Tvær kastlengdir eru notaðar: ein fyrir fullorðna og ein fyrir börn 12 ára og yngri. Fyrir fullorðna er kastlengdin 8,2 mtr. á milli framhliða spjald-anna. Fyrir börn (og samkomulagum eldri eða hreyfihamlaða leikmenn) er lengdin 3,7 til 4,6 mtr. Spjöldin skulu vera beint á móti hvort öðru og samsíða.
Lofthæð
Ef pokavarp er spilað innandyra eða undir þaki skal vera að minnsta kosti 3,6m lofthæð eða að næstu hindrun.
Samhliða vellir
Til að minnka truflun og auka öryggi skulu samliggjandi pokavarps vellir vera að lágmarki 3 mtr. á breidd. Mælt er með 3,7 mtr.
Hvernig á að spila Pokavarp | Reglur fyrir búnað
Pokavarps spjöld
- Spjald skal vera 120 til 122 cm. að lengd og 60 til 61cm. að breidd, úr sléttum krossvið sem er að minnsta kosti 0,9 til 1,2 cm. þykkur.
- Borðin skulu vera úr við með viðarramma. Mikill munur er á leik með spjaldi úr plasti eða öðrum efnum.
- Gatið í hverju borði skal vera 15,2 cm. í þvermál (+/- 0,6 cm). Miðja þess skal vera 22 til 23 cm. frá toppi borðsins og 30,5 cm. frá hvorri hlið.
- Fremri hluti borðsins skal vera í 7,5 til 10,2 cm. hæð frá jörðu.
- Aftari hluti borðsins skal vera í um það bil 31 cm (+/- 0,6 cm.) hæð frá jörðu.
- Yfirborð borðsins skal vera slétt og án allra ójafna sem gæti truflað leikinn.
- Notkun utanaðkomandi efna (td. púður, talk, sprey o.fl.) á spjöldin er stranglega bannað.
Pokavarp pokar
- Pokarnir eru saumaðir úr tveimur ferningum úr slitsterku efni.
- Þykkt pokans, þegar hann liggur flatur á hörðu yfirborði, skal vera um það bil 2,5 cm.
- Pokarnir skulu fylltir með plastkúlum eða maís. Pokarnir eiga að vera um það bil 15,2 cm að stærð og vega 397 til 460gr.
- Allir 4 pokarnir í setti þurfa að vera eins að lit, mynstri og hönnun.
- Leikmaður má ekki skipta um poka í miðjum leik nema poki skemmist, þá má skipta út fyrir sambærilegt sett af 4 pokum.
Hvernig á að spila Pokavarp | Stigagjöf
Upphaf leiks
Áður en leikur hefst er kastað uppá til að ákveða:
- Vallarhelming
- Kaströð leikmanna/liða.
Liðið sem vinnur uppkastið velur fyrst vallarhelming eða kaströðina. Liðið sem tapaði kastinu fær þann valmöguleika sem vinningsliðið valdi ekki.
Dæmi:
Vinningsliðið í uppkasti velur að byrja fyrst, þá fær hitt liðið að velja vallarhelming.
Umferð
Umferð telst lokið þegar báðir leikmenn (einn í hvoru liði) hafa kastað öllum 8 pokunum (4 hvor). Stig eru talin í lok hverrar umferðar.
Einstaklingsleikur
Tveir leikmenn keppa sín á milli þar til annar vinnur.
- Báðir leikmenn eru í sama teig allan leikinn og á sömu braut.
- Þeir kasta til skiptis 4 pokum hvor, ganga svo að hinu spjaldinu, í teiginn beint á móti, skrá stig og kasta til baka.
Tvímenningur
Tvö lið, tveir í hvoru liði, keppa.
- Leikmenn eru í sama teig allan leikinn.
- Leikmenn standa beint á móti sínum liðsfélaga á sömu braut allan leikinn.
- Leikmenn við fremra spjald kasta 4 pokum til skiptis, stig eru skráð og leikmenn við fjær spjaldið kasta til baka.
Stigagjöf
Stigafyrirkomulagið er „útjöfnunarskor“ þar sem stig annars leikmanns jafnast út á móti stigum hins. Aðeins annar leikmaðurinn eða lið getur fengið stig í hverri umferð.
- 1 stig: Poki á spjaldi, poki sem lendir hvar sem er ofan á spjaldinu
- 3 stig: Poki í holu, poka sem er kastað og lendir ofan í holunni eða fellur ofan í holuna af öðrum poka.
- 0 stig: Ógildur poki, poki sem búið er að dæma ógildan
- 0 stig: Ræfill
- Poki sem snerti völlinn eða jörðina áður en hann endaði ofan á spjaldinu.
- Poki er á spjaldi en hluti hans snertir jörð eða gólf.
- Poki sem rakst á einhverskonar hlut á leið á spjaldið eins og td.
innanhúsloft eða trjágrein.
Dæmi:
Rauður náði einum á spjaldið og tveimur í holu á meðan umferðinni stóð (7 stig samtals) Blár náði tveimur pokum á spjaldið og engum í holu á meðan umferðinni stóð (2 stig samtals) 7 stig – 2 stig = Rauður fær 5 stig fyrir umferðina.
Hvernig vinnst leikur
Leikur er spilaður upp í 21 stig. Sá leikmaður eða það lið sem nær (eða fer yfir) 21 stig við lok umferðar vinnur leikinn.
Kastreglur
- Sá leikmaður/lið sem fékk stig í síðustu umferð byrjar að kasta í næstu umferð. Ef enginn fékk stig, byrjar sami leikmaður/lið og síðast.
- Kastari verður að vera inni í teig og fyrir aftan kastlínu þegar öllum 4 pokunum er kastað.
- Öllum pokum verður að vera kastað með annarri hendi, alltaf undirhandarkast.
- Leikmaður hefur 20 sek til þess að kasta poka.
- Ekki má stíga yfir kastlínu eða snerta hana við kast.
Brot á reglum og dómaraákvarðanir
Brot
Brot skiptast í áhrifalaus brot (hafa ekki áhrif á leik) og áhrifamikil brot (hafa áhrif á aðra poka). Dómari er ábyrgur fyrir að meta brot og ákvarða hvort þau séu áhrifalaus eða áhrifamikil.
Áhrifalaust brot
Ef poki hefur ekki áhrif á leik eða staðsetningu annarra poka. Pokinn er úr leik og fjarlægður strax og viðkomandi fær 0 stig. Allir aðrir pokar haldast þar sem þeir eru og leikurinn heldur áfram.
Áhrifamikið brot
Ef pokinn hefur áhrif á stöðu annarra poka.
- Allir pokar, þar með talinn brotlegi pokinn, haldast í leik. Leikurinn heldur áfram þar til umferð lýkur.
- Í lok umferðarinnar er hæst skoraði poki brotlega liðsins dreginn frá stigunum.
Dæmi:
Lið A stígur yfir línuna í 3. kasti. Pokinn slær poka frá liði B út af
spjaldinu. Í lok umferðarinnar er hæsti stigapoki liðs A (t.d. poki í holu = 3
stig) ekki talinn með.
• Ef liðið fékk 0 stig í umferðinni eru engar breytingar.
Listi yfir brot sem dómari þarf að taka eftir
- Poka kastað eftir að leikmaður snerti eða fór yfir kastlínu.
- Poka kastað fyrir utan teig.
- Poka kastað eftir 20 sek. tímamörk.
- Poka kastað úr röngum teig.
- Poka ekki kastað með undirhandarkasti.
Truflun á leik
Leikmaður má ekki snerta, færa, eða hafa áhrif á spjaldið eða poka áður en stig hafa verið skráð. Ef þetta gerist eftir umferð, en áður en stig eru tekin saman, fær saklaust lið 3 stig fyrir hvern poka sem var fjarlægður.
Ræfill
Poki sem snertir jörð eða gólf áður en hann lendir á borðinu og poki sem snertir grein, vír, lof eða annað.
- Poki fjarlægður strax og leik haldið áfram.
- Ef ræfill hreyfir aðra poka skal fjarlægja brotlega pokann þar sem hann lenti. Aðrir pokar haldast óhreyfðir. Engin refsing.
- Ræfill er alltaf fjarlægður þó svo að það geti haft áhrif á stig annarra poka.
Önnur brot
- Poki sem sleppur úr hönd leikmanns eftir að lokahreyfing kasts hefur byrjað telst kastaður poki.
- Ef poki fellur úr hendi áður en lokahreyfing hefst, má taka hann upp og kasta.
- Ef leikmaður telur sig hafa kastað öllum pokum, hreinsar spjaldið en sér svo að einn poki er eftir → umferð lýkur og sá poki telst glataður.
- Allt athæfi sem dómari telur grafa undan heiðarleika leiks leiðir til brottvísunar og ósigurs.
Mótmæli
Leikmaður sem vill mótmæla þarf að gera það strax þegar atvik á sér stað. Dómari hefur úrskurðarvald og tekur endanlega ákvörðun.
Brottvísun
- Ef leikmaður truflar hreyfingu andstæðings viljandi → brottvísun og ósigur.
- Óíþróttamannsleg hegðun, að mati dómara → brottvísun og ósigur.