Fara á efnissvæði

Keppnisgreinar 2025

Skotfimi

Dagur, tími og staðsetning

Dagsetning: sunnudagur 29. júní. 
Tími: 11:00 - 14:00.
Staðsetning: Skotsvæðið við Ólafsfjörð. 

 

Kynja- og aldursflokkar

Blandaður kynjaflokkur, 50 ára og eldri. 

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Skotnir verða tveir hringir með haglabyssu á leirdúfur svokallað sporting 5 palla. 

Fyrsti hringur, 25 skot verða á velli 1 og seinni hringur 25 skot, verða á velli 2. 

Í 22 calibera riffilmóti sem hefst strax eftir að haglabyssumóti líkur verður skotið 25 skotum á keppnisskífu af 50 metra færi, ásamt ótakmörkuðum fjölda af æfingarskotum á sömu skífu ef menn vilja og hefur hver skotmaður 20 mínótur til þess. 

Leyfilegt er að nota tvífót að framan og rest að aftan sem er á svæðinu, Enginn rafmagnsbúnaður er leyfður nema tímamælar. 
Engin takmörkun er á þyngd né sjónaukastækkun.