Fara á efnissvæði

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsaðili: Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB)

 

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur: 
Ég á langan og fjölbreyttan feril innan íþróttahreyfingarinnar. Ég hef verið virkur í starfi Ungmennafélags Keflavíkur/Keflavík íþrótta- og ungmennafélags um árabil, þar sem ég hef meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri félagsins. Ég er menntaður málari og hef jafnframt setið í stjórnum körfuknattleiks- og knattspyrnudeildar félagsins, auk þess að vera í Aðalstjórn Keflavíkur frá árinu 1997. Starfið hefur verið fjölbreytt – allt frá því að vera lukkudýr félagsins til þess að gegna embætti formanns deildar og varaformanns Aðalstjórnar. Þá hef ég síðastliðin sex ár átt sæti í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar.


Annað sem frambjóðandi vill taka fram: 
Hef brennandi áhuga á íþrótta- og tómstundarstarfi og er mikill baráttumaður um mikilvægi íþrótta í landinu.