Framboð til varastjórnar UMFÍ
Sambandsaðili: Íþróttabandalag Akraness (ÍA)

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur:
Hefur setið í varastjórn UMFÍ síðasta kjörtímabil, kom ný inn í varastjórn á síðasta þingi sem haldið var á Húsavík 2020. Gift, móðir tveggja uppkominna barna.
Starfa sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness ÍA. Í starfi mínu á Akranesi fæ ég tækifæri á því að vinna náði með sveitarfélaginu í hinum ýmsu málum m.a. Innleiðingu farsældarlaga, Íþróttir fyrir alla, tengingu frístundar og íþrótta svo eitthvað sé nefnt. Með þessu öðlast ég reynslu á því hvernig hægt er að virkja kraft íþróttahreyfingarinnar og tengja saman í gegnum ýmis verkefni við sveitarfélagið. Þá reynslu nýti ég einnig í störfum mínum fyrir UMFÍ.
Hef tengst íþróttahreyfingunni á einn eða annan hátt samfleitt frá 1998, bæði sem sjálfboðaliði og einnig sem launþegi. Aðalvettvangur minn þar hefur verið skipulag og rekstur íþróttafélaga og nú í dag rekstur íþróttahéraðs (ÍA) eða frá 2020. Í grunninn er ég bókhalds og rekstarmanneskja með MBA gráðu og hefið komið að ýmsum störfum í atvinnulífinu sem styrkir mig í starfi fyrir UMFÍ að mínu mati.
Sat í aðalstjórn KR frá 2009 til 2013, vann fjölda verkefna í sjálfboðastarfi og launuðu starfi fyrir KR.
Á þeim tveimur árum sem varamanneskja í stjórn UMFÍ hef ég öðlast enn meiri reynslu á starfinu og tekið virkan þátt í stjórnarstörfum. Fengið tækifæri á því að vinna í starfshópum á vegum Mennta og barnamálaráðuneytis sem fulltrúi UMFÍ og látið rödd UMFÍ heyrast þar. Þau nefndarstörf sem ég hef verið í innan UMFÍ eru um málefni íþróttahéraða og einnig fjármál og rekstur. Málefni íþróttahéraða eru mér mjög hugleikin. Ég hef þá ástríðu í starfi að vilja efla íþróttahéruð með aukinni samvinnu og samtali á milli þeirra, með aukinni samvinnu eflum við starfið og látum raddir héraða heyrast vel frá öllu landinu. Aðaláhersla mín er samvinna, samtal og gleði.
Annað sem frambjóðandi vill taka fram:
Ég fékk þá spurningu fljótlega eftir að ég byrjaði á starfi fyrir UMFÍ, afhverju ertu að þessu ? það er mjög einfalt fyrir mig að svara því í. Það er fólkið og fjölbreytnin. Það að hitta allt fólkið á mismunandi stöðum og í mismunandi störfum fyrir UMFÍ er svo gaman og gefandi.