Fara á efnissvæði

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsaðili: Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK)

 

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur: 
Ég er viðskiptafræðingur að mennt, lauk Cand. Oecon prófi frá Háskóla Íslands og síðar MBA prófi frá sama skóla. Ég starfa sem rekstrarstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Félagsstörf innan íþróttahreyfingarinnar hófust þegar eldri sonur minn fór að æfa körfubolta með Breiðablik. Ég tók fljótlega þátt í starfi unglingaráðs deildarinnar og settist svo í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Varð fyrst gjaldkeri og síðar formaður. Eftir að ég hætti stjórnarstörfum innan deildarinnar var leitað eftir því að ég tæki sæti í aðalstjórn Breiðabliks. Ég tók svo sæti í stjórn UMSK og síðar UMFÍ og var um tíma gjaldkeri Breiðabliks, UMSK og UMFÍ. Ég tók svo við formennsku UMSK árið 2021 og lét þá af störfum hjá Breiðablik.

 

Félagsstörf mín innan íþróttahreyfingarinnar eru sem hér segir:

Breiðablik:

  • Gjaldkeri aðalstjórnar frá 2014 -2021.
  • Aðal- og framkvæmdastjórn frá 2012.
  • Unglingaráð og stjórn Körfuknattleiksdeildar frá 1999. Þar af gjaldkeri frá 2006-2009 og formaður 2009 – 2011.

Ungmennasamband Kjalarnessþings (UMSK):

  • Formaður frá 2021.
  • Gjaldkeri 2014 – 2021.
  • Stjórn frá 2013.
  • Stjórn afrekssjóðs frá 2012.

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ):

  • Framkvæmdastjórn, frá 2017.
  • Gjaldkeri stjórnar, frá 2017.
  • Varastjórn 2015 – 2017.
  • Formennska í starfsnefndum.

 

Ég hef öðlast mikla og fjölþætta þekkingu og reynslu af störfum mínum innan íþróttahreyfingarinnar sem er mitt vegarnesti til að vinna að hagsmunamálum hreyfingarinnar næstu tvö ár.

Annað sem frambjóðandi vill taka fram: 
Ég hef öðlast mikla og fjölþætta þekkingu og reynslu af störfum mínum innan íþróttahreyfingarinnar sem er mitt vegarnesti til að vinna að hagsmunamálum hreyfingarinnar næstu tvö ár.