Framboð til stjórnar UMFÍ
Sambandsaðili: Héraðssamband Vestfjarða (HSV)

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur:
Fyrrverandi formaður HSV, frá 2014-2018. Sat í nefnd UMFÍ og ÍSÍ um undirbúning svæðastöðva íþróttahéraða.
Sat í Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, lengst af sem formaður og verið aðal- og varabæjarfulltrúi. Unnið mikið innan hreyfingarinnar á Vestfjörðum, þó sér í lagi fótbolta og handbolta. Verið í fjáröflunarnefnd fyrir fótboltann í mörg ár.
Menntun: Bs. í íþróttafræði frá HÍ og er í Diplómanámi í Stjórnun og forystu frá Háskólanum á Akureyri.
Annað sem frambjóðandi vill taka fram:
Hef brennandi áhuga á íþrótta- og tómstundastarfi og vill láta gott af mér leiða fyrir hreyfinguna og samfélagið fyrir vestan. Það er mikilvægt að í stjórn sitji fjölbreyttur hópur einstaklinga sem hafa þá sameiginlegu sýn að vinna að heilindum fyrir alla hreyfinguna og gæta verður að sjónarmiðum allra og ekki síst landsbyggðarinnar þar sem ábyrgðin og framkvæmd er á fárra höndum.