Framboð til stjórnar UMFÍ
Sambandsaðili: Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA)
Fyrri félagsstörf og bakgrunnur: 
Af því helsta:
- BA gráða í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2010.
 - Ritstjóri Austurfréttar/Austurgluggans frá 2013.
 - Aðalstjórn UMFÍ frá 2013.
 - Leitt kynningarnefnd og Þrastarskógarnefnd á kjörtímabilinu auk þess að sitja í framkvæmdastjórn og Unglingalandsmótsnefnd 2025. Var í stjórn NordUng 2021-22.
 - Dæmt á Íslandsmótinu í fótbolta frá 2010.
 - Starfsmerki UMFÍ 2017.
 - Formaður UÍA 2012-2021. Í stjórn frá 2005 -2021.
 - Formaður UMF Þristar 2003-7.
 - Nokkur reynsla af nýsköpunar- og þróunarverkefnum.
 - Búsettur í Fljótsdalshreppi.
 - Fæddur 1984
 
Annað sem frambjóðandi vill taka fram: 
Býð fram krafta mína til áframhaldandi starfa í stjórn UMFÍ. Mitt stærsta verk á síðasta kjörtímabili var Unglingalandsmótið á Egilsstöðum. Fyrir utan nefndirnar sem ég leiddi hef ég einnig lagt áherslu á ferðakostnað, veðmál, svæðisstöðvar og umræðu um sameiningu eða stærð íþróttafélaga. Þetta eru stór hagsmunamál hreyfingarinnar sem ég vil halda áfram að fylgja eftir.