Framboð til stjórnar UMFÍ
Sambandsaðili: Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS)

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur:
Gunnar kom inn í varastjórn UMFÍ árið 2017 og hefur setið í aðalstjórn frá árinu 2019, fyrra tímabilið sem meðstjórnandi og það seinna sem varaformaður. Hann kemur frá sambandssvæði Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) en þar er hann fæddur og uppalinn. Eftir 9 ár sem formaður aðalstjórnar Tindastóls og varaformaður UMSS var Gunnar kosinn formaður UMSS í nóvember 2020. Gunnar hefur leitt nefndarstörf hjá UMFÍ um framtíð íþróttahéraða og setið í nefndum hjá ÍSÍ um sama málefni. Gunnar hefur einnig setið í upplýsingatækninefnd ÍSÍ frá árinu 2019.
Annað sem frambjóðandi vill taka fram:
Hef unnið vinnuna mína að miklu leiti í fjarvinnu frá aldamótum og hef góða reynslu af störfum án staðsetningar.