Fara á efnissvæði

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsaðili: Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK)

 

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur: 
Ég heiti Helgi Sigurður Haraldsson og er 56 ára gamall. Ég er fæddur og uppalinn í Hrunamannahreppi, í Árnessýslu. Í dag er ég búsettur á Selfoss og hef verið það sl. 30 ár. Frá unga aldri hef ég verið félagi í ungmennafélagshreyfingunni, fyrst í Umf. Hrunamanna, síðan Umf.Laugdæla og í Umf. Selfoss síðan ég fluttist á Selfoss.

Ég hef komið víða við í starfi ungmenna- og íþróttafélaga undanfarna áratugi og þar má helst nefna:

  • Frjálsíþróttasamband Íslands: Formaður 1993-1997. Varastjórn 2016-2018.
  • Frjálsíþróttadeild UMF.Selfoss: Formaður 1998-2022.
  • Héraðssambandið Skarphéðinn: Ritari stjórnar 2015-2016. Varaformaður frá árinu 2016.
  • Ungmennafélag Selfoss: Formaður frá árinu 2022.
  • Að auki hef ég tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum og var í bæjarstjórn Svf. Árborgar árin 2010-2022, þar af forseti bæjarstjórnar kjörtímabilið 2018-2022.  

Annað sem frambjóðandi vill taka fram: 
Framtíðarsýn mín fyrir ungmennafélagshreyfinguna er að hún sé fyrir alla og „sameinuð stöndum vér en sundruð föllum vér“. Ungmennafélags og íþróttahreyfingin í landinu verður að standa saman og koma fram sameinuð til að efla samstöðu og fá þannig aukið vægi í þeim ákvarðanatökum sem koma við málefni hennar. Hvort heldur það snýst um lagasetningar eða úthlutun fjármagns. Því saman getum við áorkað stórum og mikilvægum málum og fengið bæði stjórnvöld og aðra til að hlusta og taka mark á okkur.