Fara á efnissvæði

Framboð til formanns UMFÍ

Sambandsaðili: Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK)

 

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur
Félagsmálastörf hófust hjá UMF Stjörnunni í Garðabæ á níunda áratug síðustu aldar. Þar kom ég að fjölmörgum verkefnum sem tengjast starfi íþróttafélaga s.s. að vera á kústinum, klukkunni, dómgæslu, liðsstjórn og fjáröflunum. Ég átti sæti í meistaraflokksráðum karla og kvenna í handknattleik auk þess að vera í meistaraflokksráði karla í knattspyrnu. Þá sat ég í aðalstjórn, fyrst sem varamaður, síðar sem aðalmaður, varaformaður og að lokum formaður aðalstjórnar.
Síðastliðin sex ár hef ég átt sæti í stjórn UMFÍ, fyrst sem formaður framkvæmdastjórnar, síðar sem varaformaður og síðustu tvö ár sem formaður.

Annað sem frambjóðandi vill taka fram:
Störf á vettvangi íþrótta- og ungmennafélagshreyfingar eru gefandi og fela í sér mikla mannrækt. Framundan eru fjölmörg áhugaverð verkefni sem ég vil leggja kröftum mínum lið í samvinnu við þá fjölmörgu sjálfboðaliða og starfsmenn sem starfa innan hreyfingarinnar. Því býð ég mig fram sem formann Ungmennafélag Íslands.