Fara á efnissvæði

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsaðili: Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR)

 

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur: 
Ég ólst upp á Seltjarnarnesi en hef búið í Grafarvogi síðastliðin 27 ár. Félagsstörf og íþróttir hafa verið mínar ær og kýr frá því að ég var smá peð. Handbolti og fótbolti voru mínar greinar, ég var í skátunum og spilaði á túpu. Eftir að ég hætti sjálf að keppa í íþróttum fylgdi ég krökkunum mínum eftir bæði á æfingar og í keppni. Synti mörgum sjálfboðaliðastörfum byrjaði árið 1997 í  stjórn frjálsíþróttadeildar Fjölnis og 2000 í stjórn sunddeildar Fjölnis, var formaður deildarinnar í rúm tvö ár en hætti um haustið 2007 er ég hóf störf hjá Ungennafélaginu Fjölnir en ég vinn þar enn. Síðast liðin 15 ár hef ég setið í nokkrum stjórnum og nefndum m.a fyrir sundsambandið þar sem ég hef verið í stjórn og landsliðsnefnd ásamt því að vera fararstjóri með landsliðinu í ansi mörgum verkefnum. Ég sit í núverandi stjórn UMFÍ en ég bauð mig fyrst fram til stjórnarinnar á síðasta þingi sem haldið var á Húsavík 15. - 17. október 2021.

Annað sem frambjóðandi vill taka fram: 
Ég hef mikinn áhuga á að halda áfram í stjórn UMFÍ og væri mér mikill heiður að hljóta traust ykkar til áframhaldandi starfa fyrir hreyfinguna til næstu tveggja ára. Ég á mikið inni bæði kraft og reynslu sem ég er fús að gefa af mér og væri það ljúft að geta borgað meira til baka til íþróttahreyfingarinnar en hún hefur gefið mér svo margt.