Fara á efnissvæði

Framboð til stjórnar UMFÍ

Sambandsaðili: Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR)

 

Fyrri félagsstörf og bakgrunnur:
Ég er lögfræðingur og íþróttakennari að mennt, er með Cand.jur próf frá HÍ og meistarapróf í lögum og lögmannsréttindi.  Að auki hef ég lokið Bs. námi í viðskiptafræði.
 
Ég rek fyrirtæki á sviði lögfræði – og fjármálaþjónustu og sinni að auki stundakennslu í Kvennaskólanum í Reykjavík og HÍ.
  
Ég hef verið virk í íþróttastarfi frá unga aldri, fyrst sem almennur iðkandi í hinum ýmsu íþróttagreinum en þó lengst af í handbolta, bæði með Þrótti og KR. Síðan tóku við mörg ár í þjálfun hjá Þrótti, Val og KR. Sumarið á milli námsára minna  í ÍKÍ réð ég mig, að beiðni UMFÍ, sem íþróttastjóra á Raufarhöfn hjá Ungmennafélaginu Austra, sem var sérlega skemmtilegt verkefni.  Eftir að ég hætti í þjálfun tóku við hin ýmsu félagsstörf, sérstaklega þegar börnin mín fóru að æfa í KR.  Byrjaði sem stjórnamaður í Barna-og unglingaráði og síðar var leitað eftir því að ég tæki sæti í stjórn knattspyrnudeildar KR og um leið sem formaður meistaraflokksráðs kvenna.
 
Eftir að ég hætti í stjórn knd. KR, bauð ég mig fram í stjórn ÍBR og hef setið þar síðastliðin ár.  Að auki hef ég setið í ýmsum nefndum og ráðum innan íþróttahreyfingarinnar og er núna í laga – og reglunefnd KSÍ. 

Annað sem frambjóðandi vill taka fram:
Ég brenn fyrir íþróttum og íþróttastarfi og vil leggja mitt að mörkum til þess að gera það enn betra og aðgengilegra fyrir alla.